4.11.2007 | 16:31
Bloggleti, tilhlökkun og.......
Ég veit ekki hvurslags leti þetta er í mér að nenna ekki að skrifa nokkrar línur. Er að því núna þannig það er ágætt.
Er að fara í próf á fimmtudaginn og svo er próffrí í þrjár vikur; stormurinn á undan logninu því svo tekur við heljarinnar prófatörn sem teygir arma sína rétt yfir jólin. Ég ætla nú samt ekki að láta það stoppa mig við að heiðra landann með nærveru minni.
Það er einhver ritstífla í gangi akkúrat þessa stundina þannig ég læt þetta nægja þangað til ég hef gramsað og fundið eitthvað skemmtilegt í hugsandanum.
Og já.....Trausti; ungverski kærastinn er frá og með deginum í dag liðin tíð. Ég kýs að kalla hann ungverska vininn.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.