5.11.2007 | 23:08
Síðla kvölds
Ég var að lesa gamalt séð og heyrt áðan. Magnað hvað þeir ná að ráða til sín lélega penna og ennum magnaðra hvað þeir geta gert ómerkilega hluti merkilega með því einu að bæta upphrópunarmerki aftan við hverja setningu! Ég var að lesa um sexíustu mennina í fótbolta; hvernig þeir tæla íslenskar yngismeyjar með frábærri fótafimi sinni og fá þær þannig til að hugleiða hvort bólfimin sé þeim eins leikin. Og alltaf er klikkt út með að þeir eigi unnustu eða heitkonu; hrottafengin illgirni.
Svo las ég líka um Þorgrím Þráinsson; aðalátrúnaðargoð Lyga. Hann, Þorgrímur, segir að líkamsrækt sé ekki bara til að halda sér í formi heldur sé það gott fyrir sálartetrið og að halda geðheilsu líka. Maðurinn fer sex sinnum í viku í líkamsrækt og þegar hann á frí á sunnudögum þá fer hann samt niður í Laugar til að fara í spa. Ef þetta er að halda geðheilsu þá er ég löngu farin af geði ásamt meirihluta fólks almennt. En hann má eiga það að hann er með afskaplega girnilegt sixpack og ég myndi glöð gefa upp þvottavélar ef ég mætti......þvottabretti; segi ekki meir. Ég myndi ekki vilja eiga mann sem hefði meiri áhuga á lóðum en mér og heimtaði svo soðinn kjúkling með engu salti. Ó nei.
Reyndar ákvað ég um daginn þegar ég var að kyngja síðasta bitanum af pizzu löðrandi í olíu að kannski væri kominn tími til að hætta að troða í sig súkkulaði og subbuskap. Er búin að fara tvisvar ág grænmetismarkaðinn síðan þá.....það eru ca. 4 dagar síðan ég ákvað þetta. Þannig nú ætla ég að reyna að borða banana í staðinn fyrir súkkulaði, praktiklí það sama: rembast við að opna; eitt, tvö, þrjú ég ét þig nú.
Það er ein stelpa í bekknum sem er rosalega dugleg við að bíttast á munnvatni við strákana. Ég var að spá í að taka þessu sem áskorun en ákvað svo að hætta við. Líkurnar á að tapa eru of miklar og hún er eiginlega búin með alla sætu strákana. Reyndar erum við ágætis vinkonur enda er hún dönsk með bein í nefinu og húmor sem takmarkast ekki við túrbletti í buxum (ekki að ég hafi orðið vitni af því en það er svona norskur húmor) eða eitthvað því um líkt. Ég er nefnilega með svo þroskaðan húmor eins og þið öll vitið.
Ég er á smá bömmer; ætlaði að leggjast uppí rúm og horfa á despo (ég er nefnilega orðin prófessor í dánlódi) en svo var mappan bara tóm og ekkert nema autt blað sem vildi hvergi opnast. Mikil vonbrigði en heppsilegt (Hans Orri) fyrir ykkur.
Bið að heilsa Þorgrími.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.