12.11.2007 | 14:35
Brrr....
Það er kalt. Það snjóaði í gær. Ég varð dáldið sár þegar ég sá að það væri snjókoma og ennþá svekktari þegar það glamraði í tönnunum á mér þegar ég fór út. Og jafnvel þó hitamælirinn segi að það sé 3 stiga hiti þá er eins og það sé 5 stiga frost. Og ég þoli ekki rúdolfsnef. Reyndar sagði Katla mér það að hér getur orðið allt að 20 stiga frost.....ha? Þá frjósa líffærin örugglega inní mér og ófætt piss líka; þannig ég fer að pissa ísmolum.
Ég er að fara á ball á laugardaginn og ég ætlaði að fara berleggjuð í stuttum kjól, ræt! Ég fæ netta blöðrubólgu við hugsunina. Fæ mér sokkabuxur eða fer bara í kraftgalla. Það verður samt gaman að dressa sig upp....ég ætla á háum hvítum/gylltum hælum og ég ætla ekki að fara með deit. Ég ætla að sýna þessu blessaða fólki að maður þarf engan strák til að skemmta sér. Við ætlum að fara þrjár saman stráklausar og glæsilegar. Erell heldur að ég muni svíkja hana ef mér verðuð boðið en ég er með svar á reiðum höndum: "No thanks, I'll rather go alone, but see you there". Reyndar tel ég litlar sem engar líkur á því að einhver gerist svo hugrakkur að bjóða mér......mehehehe!
Verð að drífa mig í tíma! Ætla að labba og brenna og labba svo hundfyrirbærið sem er að passa í kvöld. Læra og horfa á despó eða ugly betty áður en ég læt mig dreyma um havæ og sól!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.