13.11.2007 | 21:45
Pre-prom
Mér finnst megafyndi að ég sé að fara á einhverskonar prom. Ég veit um tvær stelpur sem ætla að láta gera eitthvað stórkoslegt við hárið á sér, ég veit um eitt par sem ætlar að dressa sig í stíl (viktoría/david beckham style).
Ég keypti mér nýjan maskara í dag þar sem ég hef grun um að hann sé að verða díhædreaður. Oftast nota ég maskara þangað til hárin eru nánast fallin af þeim. Í þetta skiptið ákvað ég að vera vitur fyrirfram. Ég þyrfti helst að kaupa mér strapless bra þar sem kjóllin nær útá axlir, litlar töflur þar sem ég hef grun um að ég eigi eftir að misstíga (gerist ansi oft) og annaðhvort að fá lánað "kápu" eða kaupa eina slíka. Eða kannski ekki.....veit ekki alveg. Gleymum ekki sokkabuxunum þar sem það er skítakuldi.
Hef grun um að á laugardaginn eigi eftir að sitja í sófanum og hugsa um alla þessa hluti, fresta þeim þangað til ég veit það er of seint og þá fara í fýlu og annaðhvort ekki fara eða.....þeir sem þekkja mig vel vita hvað.
En ég ætla að drulla mér að versla hugsanlega eitthvað á morgunn!
Nánari fréttir síðar.
Og svo vil ég þakka innilega vel fyrir hvað fólk er duglegt að kvitta fyrir sig. Það er sko teljari og ég myndi sjá það ef það væru 0 heimsóknir.....
Athugasemdir
Guð hvað þetta er eitthvað spennandi... Minnir mig helst á date-böllin sem voru í garðaskóla. En veistu ég held að það væri rosalega góð hugmynd að klára að versla á morgun og reyna að njóta þess að fara á prom-ið. Þar sem við erum nú ekki þekktar fyrir að vera lengi að taka okkur til þá mæli ég með að vera með allt reddý og sitja með rauð/hvítvín og njóta þess að finna áfengisvímuna svífa yfir (meðan allar hinar píurnar eru að fara yfirum á tímaskorti). Skella þér svo í kjólinn og skunda á ball og dansa af þér rassgatið.... Mér persónulega finnst þetta hljóma alveg glæsilega hjá mér.
Kvitt kvitt
Love Íris
Íris (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 00:16
Vertu fegin að vera að fara á ball en fá ekki dularfulla pakka senda heim til þín. Veit þú skilur mig því þú þolir óvæntar uppákomur sem rugla dagsplaninu jafn illa og ég.
Díana Rós (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 09:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.