15.11.2007 | 11:54
Furðulegt fyrirbæri
Alltaf þegar ég fer í verklega anatómíu fara garnirnar að gaula í mér. Og ég borða ekki einu sinni kjöt... Ég veit ekki hvað kemur þessu af stað en jafnvel þó ég fái mér að borða áður en ég fer inn, þá undantekningarlaust verð ég svöng með hendurnar á kafi í vöðvum og fitu! Skil þetta hreinlega ekki, engan veginn. Og nú er það orðin lenska hjá bekkjarfélögum mínum að spyrja hvort ég sé ekki að verða svöng. Kannski leynist í mér svakalega kjötæta sem bíður eftir að brjótast út og gæða sér hinu ýmsa kjöti!
Athugasemdir
ég verð líka alltaf svöng í verklegri anatómíu... og ekki er ég mannæta...eða hvað? Þetta er formalínið sem gerir mann svona svangann
maja (IP-tala skráð) 16.11.2007 kl. 18:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.