17.11.2007 | 09:30
Varúð blót
Djöfull er túr asnalegt fyrirbæri og leiðinlegt og pirrandi og öll vond lýsingarorði sem til eru. Ég vorkenni öllum konum sem heita Rósa í ljósi þess að það er oft talað um að Rósa frænka sé heimsókn og hún stoppar helst alltaf í viku. Ekki myndi ég sakna hennar.
Þegar hún kom fyrst í heimsókn sagði ég við mömmu hvað það hefði verið miklu sniðugra ef þetta gerðist bara í gegnum nefið og maður gæti snýtt því út í einni gusu. Er ekki alveg viss um hvort ég sé ennþá á því en það fer í taugarnar á mér að geta ekki stjórnað þessu. Ég vil helst geta stjórnað mínu lífi hvort sem það er líkamlegt eða andlegt.
Farin í ræktina!
Athugasemdir
sammála...túr er skull!
ragnhildur (IP-tala skráð) 17.11.2007 kl. 18:54
Hahaha - klassíkt umræðuefni og allar konur sammála!
Ég var búin að gleyma skull Ragga takk fyrir að endurvekja það !! get ekki sagt að ég hafi saknað þess heldur ;)
Inam ég get ekki beðið eftir að koma heim í jólafrí - kemuru með Palenka með þér ?
Anna (IP-tala skráð) 18.11.2007 kl. 14:43
Btw. Hvernig var promið ??!
Anna (IP-tala skráð) 18.11.2007 kl. 14:44
Já hvernig var promið??? :)
Íris (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 16:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.