Er það augljóst

Ég hef ekkert að segja og þess vegna nenni ég ekki skrifa. Það eru allir dagar eins.....skólinn, dröslast heim, setjast niður læra þangað til ég fær svimakast, drekka kaffi með engri mjólk því hún er ónýt, éta hrökkbrauð en hugsa um súkkulaði. Svo þegar klukkan er orðin 22+ þá leggst ég úrvinda upp í rúm og sofna með það sama eða ligg andavaka í ca. tvo tíma.....ég sofna samt alltaf á endanum. Ég hef grun um að þetta verði svona næstu tvær vikurnar eða þangað til prófin eru nánast búin. Þá ætla ég að splæsa á mig góðri rauðvín og njóta hennar í botn. 

Og þar með látum við þetta nægja í bili. Heimkomunni seinkar aðeins þar sem ég stoppa í london í einn og hálfan dag. Ég vil biðja fólk ekki um að panikka ef ég næ ekki að kaupa jólagjöf handa því um jólin....ég geri það þá bara um áramótin.

 

Yfir og út! 

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bíddu nú við, hvaða dag má þá búast við þér?? Er ekki alveg með þetta á hreinu!

Annars er sama hér, ekkert að gerast og því frá engu að segja! DAgarnir renna saman í eitt.. Hlakka til að fá þig heim :)

Íris (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 13:56

2 identicon

Prófafasi. fasismi.. Með jólagjafir þá skal ég ekki panikka ef þú kemur með palinka!

Súrhaus 

Anna Rúna (IP-tala skráð) 28.11.2007 kl. 23:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband