Hlaut að koma að því

Það skeit dúfa á mig í dag. Það hlaut að koma að því. Ég tók ekkert eftir því og hún hefur greinilega ekki verið að miða því hún hitti aftan á buxurnar mínar (í kálfahæð), rétt neðan við þar sem buxurnar mínar rifnuðu í leik við hundana heima. Djös er ég samt fegin að kúkurinn skildi ekki lenda í hárinu á mér, það hefði verið hrikalegt.

Einstaka sinnum er ég hjátrúafull; í þetta skiptið ætla ég að vera það; það er nefnilega lukkumerki ef dúfa skítur á mann. Ég skil samt ekki hvernig hún fór að því að hitta aftaná buxurnar. En ef það er í raun lukkumerki þegar dúfa skítur á mann þá er mér sléttsama þangað til prófin er búin. 

Nip tuk var að klárast og ég er að fresta því að standa upp og læra fyrir prófin mín fjögur í næstu viku. Væri eflaust langsniðugast að hundskast á fætur og byrja en ég hef það merkilega þægilegt í sófanum. Svo keypti ég mér súkkulaði og bjór áðan og hnetur.....er búin með hneturnar en er í smá krísu hvort ég eigi að borða súkkulaðið núna eða geyma það þangað til á nammidaginn (laugardag). Ég hef enn ekki brotið það (ógeðslega viljasterk) sem er árangur miðað við að ég át súkkulaði í morgunmat heima á Íslandi. Annars er ég með mega kreivíngs í piparkökur.....vill einhver senda mér piparkökur því ég nenni ekki í Ikea að kaupa þær?  En mandarínurnar hérna af ávaxtamarkaðnum hjá gömlu konunni sem brosir alltaf svo breitt til mín eru helmingi betri en heima og helmingi minni, þessvegna kaupi ég alltaf kíló.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

það skeit líka fugl á bakið á hansa.. slumman náði frá öxl niður á mitt bak

ég hélt ég myndi pissa í mig af hlátri þegar ég fattaði það í nóatúni (einhvern vegin virðast margar af sögunum okkar hansa gerast í nóatúni)

og mm mig langar í þessar mandarínur!! 

katrín (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 22:02

2 identicon

Ég lenti í því 2 ári í röð að fugl skeit á mig. Ekki bara að það hafi verið svipuð dagsetning heldur sami fokking dagurinn. 17 ágúst. Fyrra skiptið var um borð í herjólfi og bíst ég við að það hafi verið lundi og svo seinna skiptið var í leigubílaröðinni og þar held ég að mávur hafi verið að verki. Eftir þessa reynslu tel ég að fá skítinn á kálfann vera ekkert smá lukkulegt því að í fyrra skiptið fékk ég skítinn beint á ennið og í seinna á öxlina :) hahah, fyndið að rifja þetta upp :) Annars er kominn 1 des, sem þýðir að þú átt afmæli eftir 12 daga og kemur heim eftir ?? marga daga. Er ekki ennþá komin með á hreint hvenær þú kemur heim. Veit að þú áttir að koma 22 en svo sagðiru að þú ætlaðir að vera í london í einn og hálfan dag sem þýðir líklega að þú komir heim með seinasta flugi 23 des?? Er það rétt? Svar óskast :)

Íris (IP-tala skráð) 1.12.2007 kl. 14:04

3 identicon

Hahaha - I fear that day sem einhver lítill fugl ákveður að kúka á mig... en þangað til hlæ ég bara að ykkur ;) sé þetta alveg fyrir mér !

Synd að þú komir ekki heim í gegnum köben því þá yrðum við samferða... en hlakka bara til jóla"glöggsins" í staðin:) 

Piparkökur eru málið, er búin að kjamsa á þeim síðustu vikuna :D Er ekkert mál að senda þér pakka ? Færðu þá heim eða þarftu að fara á pósthúsið ? 

 Lykka til í prófalestrinum ! Puss og kram! 

Anna (IP-tala skráð) 2.12.2007 kl. 20:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband