4.12.2007 | 20:52
Brugðist við kvörtun
Ég fékk semikvörtun í gær í gegnum msn; sem var einhvern veginn á þennan máta:
T: Þú verðu að fá þér myndavél
ég: En ég á myndavél, ég er bara ekkert rosalega dugleg að taka myndir.
T: Það er mjög auðvelt, þú miðar á það sem þú ætlar að taka mynd af og styður svo þéttingsfast á takka sem er ofan á myndavélinni.
ég: Já er það þannig sem það virkar. Anna var hérna í fjóra daga og hún tók bisillján myndir af húsum og styttum og svona.
T: Þannig á að gera það.
Ég hugsaði um þetta í dag og tók eina mynd af skrifborðinu mínu en ég aftur á móti bjó til flickr skrá og þar mun ég setja allar þær myndir sem ég nenni að taka.
Athugasemdir
hressandi!
ragnhildur (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 13:05
Hehe - biljón myndirnar sem ég tók eru enn ekki komnar á netið samt sem áður - og eiginlega engar myndir síðan ég fór út :S við erum í ruglinu !
Anna Rúna (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 17:39
Hver er þetta T eiginlega og hvernig kom til að hann fékk fyrsta stafinn í nafninu mínu lánaðan án minnar vitundar? Þetta er allt mjög dularfullt. Hmm.
Trausti (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 22:28
T er dulnefni fyrir ógeðslega hot gaur heima!
inam (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 15:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.