12.12.2007 | 16:27
It all comes down to
heppni og taugar. Ef þetta tvennt vinnur með mér á morgunn þá ætti ég að vera on the safe side. Ef þetta tvennt vinnur ekki með mér á morgunn þá er líklegt að ég ráfi um götur Búdapest með úfið hár og grátbólgin augu......eða ekki.
Prófið er klukkan tíu á morgunn en klukkutíma áður ætla ég að hitta samnemanda og við ætlum að afstressa okkur aðeins. Ef ég gæti spólað áfram ca. 16 klukkutíma myndi ég gera það; í staðinn ætla ég að lesa þetta í grilljónasta skiptið.
Eftir prófið ætla ég að fá mér bjór, svo ætla ég heim að læra fyrir skriflega prófið og svo....og svo (ljúfurinn, hann er farinn útað leika sér....) ætlum ég og Erell að fara í ammælisdinner fyrir mig á Mensa sem er megagóður staður og ég ætla að fá mér besta túnfisksalat í heimi og drekka með því hvítvín. Ég hugsa að ég sleppi eftirrétt þar sem túnfisksalatið er dálið stór réttur. Hugsa að ég fái mér heldur annað hvítvínsglas áður en ég fer heim og horfi á þátt um eitthvað hressandi (drama í Manhattan, lýtalækningar eða eitthvern svona plastþátt). Og svo verð ég ógesslega hress á föstudaginn þegar við tekur lærimaraþon þar sem ég þarf að komast yfir ca. 35 topic fyrir mánudaginn! Þetta augljóslega gerist bara ef ég næ á morgunn. Ef ég næ ekki, þá hugsa ég að ég komi ekkert heim fyrr en undir föstudagsmorgunn.
Og í þessum töluðu orðum ætla ég að halda áfram að lesa þessa geggjað skemmtilegu bók áður en ég fer að hitta manninn með hundinn sem heldur því statt og stöðugt fram að ég sé grísk þar sem ég sé með grískan hreim (aldrei komið til Grikklands). Þetta er ekki nýr kæró ef þið eruð að spöklera; þetta er krufningamaðurinn.
Krossa putta!
Athugasemdir
æ bílív inja!
horfðu á nip/tuck!! þá getum við rætt dr. troy þegar þú kemur heim í jóló;)
katrín (IP-tala skráð) 12.12.2007 kl. 17:45
Til hamingju með daginn og gangi þér vel.
Bó (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 09:16
til hamingju með daginn og gangi þér vel!!
ragnhildur (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 11:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.