30.12.2007 | 16:55
Ólíver
Í gær fór ég ásamt fríðu föruneyti á skemmtistaðinn sem bannar hettupeysur; aka Ólíver. Það er alltaf rosalega mikið af fallegu fólki á Ólíver og oft er það líka appelsínugult á litinn. Við sátum þarna allmörg og drukkum gvuðaveigar og höfðum hátt. Þegar ég fór út til að smögga mig þá heyrði ég útundan mér stelpuskottu vera að tala um að frægur leikstjóri væri á leiðinni á Ólíver; vá en frábært. Þegar ég kom niður þá var frægi leikstjórinn og vinir hans komnir.......Tarantínó og Eli Roth. Commoooon, ómyndarlegustu menn í kvikmyndabransanum, þannig það var ekkert meira spennandi við það. En ó mæ ó mæ, stelpurnar á staðnum voru ekki sammála mér. Þær hentu sér þarna fyrir hann og svo valdi hann það sem honum leist á, ein ógesslega heppinn fékk að skiptast á munnvatni við hann, önnur dillaði risabrjóstum framaní hann. Eli var ekkert skilinn útundan en það var ein sem var búin að hertaka hann og fældi alla hugsanlega keppinauta frá með ógnvænlegu augnaráði.
Mér leið dáldið eins og gamalli kerlingu því það hnussaði í mér hægri vinstri. Var það ekki einmitt Tarantínó sem fór í eitthvað viðtal þar sem hann lýsti því yfir að íslenskar stelpur væru auðveldar og þær kæmu til hans og ekki öfugt og svo var það líka frítt. Ojojojoj.....Það má vel vera að íslenskar stelpur séu auðveldar sem er svo sem í lagi en þegar það er komið útí það að þær nánast fara úr fötunum inná skemmtistaðnum og leggjast svo á borðið fyrir framan.....ææææ það finnst mér dáldið lágt legist. Er svona spennandi að komast í séð og heyrt? Enda magnað tímarit þar á ferð,
Athugasemdir
vá sammála! það sem fólk getur verið turned on by fame....þrátt fyrir að það þýði að henda sér í fangið á the worst looking men in Hollywood...
ragnhildur (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 19:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.