31.12.2007 | 13:04
2007
Ég var að skoða einhver blogg, því mér leiðist óheyrilega og flest þeirra eru með svona líta til baka móment. Og þar sem mér leiðist ennþá og myndin sem er í tækinu er bara alltí lagi en ekkert greit þá ákvað ég að gera líka svona sneddí.
- Ég vann í bestu og uppáhaldsvinnu fyrr og síðar.
- Íris tjáði mér það að hún væri sperminated og ég fékk áfall en náði mér svo.
- Datt af hestbaki, braut á mér nefið, reif vörina frá andlitinu og horfði á heila seríu af house á einni og hálfri viku. Og var í lyfjamóki þessa einu og hálfu viku og hélt kjörís uppi með hlunkaáti.
- Fékk besta tölvupóst í heimi á meðan ég leit út eins og fílamaðurinn en gat ekki brosað yfir fréttunum vegna bólgu. Komst inní dýralæknanámið.
- Seinna kom í ljós að Anna væri að fara til Sverge í skiptinám (eða var það á líkum tíma).
- Ég, Hans og Lygi stofnuðum eitt öflugasta þríeyki sem sögur fara af og dönsuðum alla dansara útaf stöðunum dántán.
- Bumban á Írisi stækkaði og stækkaði.
- Ég fékk tanórexíu um sumarið og lá eins og rotuð í öllum hádegishléum þegar sólin lét sjá sig. Íris tók þátt í því með mér en ég vann brúnkukeppnina.
- Sumarið fór í fiskát, rauðvínsdrykkju, gin og tónik, hestbak, sund, vinnu og almenna gleði.
- Tímamótaskipti: inam til ungverjalands, Anna til sverge, íris mamma, hans að vinna með "kærasta mínum" og los lygos að kenna.
- Nýtt fólk í mínu lífi í Búdapest. Ekta stúdentalíf.
- Hansel keypti sér glæsilega íbúð rétt hjá stangó, planið er að fara í matarboð þar í sumar.
Athugasemdir
Hreint magnað ár búið. Við eigum eftir að eiga frábært sumarfrí og jólafrí 2008. :)
Íris (IP-tala skráð) 31.12.2007 kl. 14:20
gledilegt ar inam og takk fyrir gamla
otrulega gaman ad vera vinkona thin thvi thu ert svo klar og frabaer:*
katrin (IP-tala skráð) 31.12.2007 kl. 15:07
Gleðilegt ár og takk fyrir massa gott gamalt ár.
Örlygur Axelsson, 31.12.2007 kl. 16:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.