ástæður til að.....

HÆTTA AÐ REYKJA

1. Maður sleppir við að lykta eins og öskubakki nema kannski eftir dvöl á bar

2. Hárið og fötin lykta af sjampó og Arial Ultra en ekki Marlborough Light

3. Maður hættir að hósta slími og ógeði.

4. Bókað mál, betri húð í framtíðinni (þetta er eiginlega aðalástæðan)

5. Ríkari

6. Maður getur höstlað reyklausa karlkyns

7. Maður fær ekki lungnaþembu nema maður sé óheppin og líkurnar á krabbameini minnka!

 

TIL AÐ HALDA ÁFRAM AÐ REYKJA

1. Það er svo helv....gott sérstaklega með kaffi, bjór, eftir mat og í stressi eða jafnvel ef manni leiðist!

2. Nikotín heldur matarlyst í burtu (ath það er hægt að fá nikotíntyggjó) 

 

Þar sem ástæðurnar er mun fleiri að hætta er alveg kominn tími á að láta á það reyna! Spurning að fjárfesta í ógeðslega dýru tyggjó sem ég fæ brjóstsviða af og tyggja það í gríð og erg. Öll feedback eru vel þegin en ef einhver fer að bögga mig ef ég fæ mér sígarettu þá sver ég að sá hinn sami á hættu á að enda í ofninum......og hann kemst í 600 gráður á celsíus! Frjáls framlög fyrir tyggjókaup eru vel þegin, sendið mér bara mail og ég sendi ykkur bankanr. Tyggjópakkinn er á 2000 kall eða eitthvað og þar sem ég mun tyggja nokkra væri ekki vitlaust að skella inn 10000 kalli!

 

takktakk! og ef ég er eitthvað ánægð með sjálfa mig þá kannski verð ég með svona reykingadagbók hérna; hvað ég er búin að reykja mikið yfir daginn og sonna en dont count on it, þið verðið bara að vera duglega að heimsækja og sjá til! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er með lausnina fyrir þig. Byrjaðu að nota munntóbak (snus). Einn neysluskammtur af snusi er á við 5 rettur ánægjutilfinningin eftir því. Kanadískar rannsóknir frá 2001 sýna að snus er ekki krabbameinsvaldandi. Þá veldur snus ekki andarteppu, lungnaþembu, brjáluðum hósta né kverkaskítt ...já og ekki heldur nábít. Að endingu má benda á að snus er töff.

Lygi (IP-tala skráð) 3.10.2006 kl. 15:05

2 identicon

hmmmm, ég hef fengið mér svona neftóbak og það er mjög töff því svo var ég með svona svarta tauma niður á h0kuna! Ég hafði hugsað mér að prófa munntóbak um leið og ég geldi fyrsta hestinn!

inam (IP-tala skráð) 3.10.2006 kl. 18:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband