Ferðalag

London var kósí. Það var skítaveður megnið að tímanum sem ég var þar, þannig ég hafði fína afsökun fyrir að hanga inni að læra eða horfa á sjónvarpið. Reyndar fór ég aðeins í Urban outfitters og keypti tvennar glæsibuxur og þar með var það upptalið (ólíkt mörgum konum þá á ég afskaplega erfitt með búðarráp og mátanir).

Á leiðinni á luton hlustaði ég á rútubílstjórann og mann sem mér skildist að væri prestur tala um allt milli himins og jarðar. Fyrst töluðu þeir dáldið um veðrið, næst voru það rútuferðir, þá var það 11 mánaða gamalt barn rútubílstjórans sem hafði meira gaman að því að éta jólapappírin en því sem var inní honum og konan hans er víst búin að vera í fríi frá lestarmiðasölunni þar sem hún er að hugsa um barnið. Næstu helgi fær hann sex daga helgi (rútubílstjórinn).  Svo snerist umræðan aftur um rútuferðir og hvernig best væri að komast frá london til luton; samkvæmt prestinum verður það mikið mál með miklum strætó/lestarskiptingum þannig hann vonar að "the green line" haldi sinni rútínu.

Þegar ég kom á flugvöllin var ég alveg búin að búa mig undir að: það yrði seinkun á fluginu, að taskan mín væri í yfirvigt, að passin hefði dottið úr töskunni minni og fleira í þeim dúr. Ekkert af því gerðist. Ég keypti mér bók; Skinny bitch og Animal ignorance. Ég fékk sæti við gluggan og hliðina á mér sat par þar sem annar einstaklingurinn (pían) var afar upptekin að lesa bókina sína og strjúka handlegginn á manninum sínum. Það fór alveg óstjórnlega í taugarnar á mér og ég var nærri búin að lemja hana með bókinni minni. Flugvélin hristist ansi mikið hér og þar og einstaka sinnum gaf hún frá sér óskemmtileg hljóð, í hvert skipti reyndi ég að ímynda mér hvernig ég myndi bregðast við ef hún hrapaði. Ég komst að þeirri niðurstöðu að ég myndi hreinlega halda ró minni og þykjast vera í rússibana. 

Skemmtilegasta leigubílstjóri í heimi skutlaði mér svo heim (gegn gjaldi). Hann samkjaftaði ekki á ekki svo góðri ensku. Hann á hund og hefur átt risahund og svo átti hann einu sinni ungverska vizslu. Einu sinni fór hann á kóka kóla beach (það eru augljóslega engar strendur hérna þar sem landið er landlocked, þannig ég læt mér detta í hug að þetta sé vatnsbakki) og skammaði þýska konu fyrir að skilja barnið sitt eftir útí vatninu. Við vorum sammála um þetta væri mikill glannaskapur og jafnvel forheimska.

Og núna er ég búin að versla í matinn en hef ekki enn tekið úr töskunni. Það kemur að því en fyrst ætla ég að klára hauskúpuna sem ég var byrjuð á.....namminammi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Velkomin heim skvís... Vona að lærdómurinn gangi vel svo að þú getir tekið prófin í bakaríið :)

Íris (IP-tala skráð) 13.1.2008 kl. 11:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband