.........

Það kemur mér alltaf meir og meir á óvart þegar fólk viðrar fordóma sína fyrir mér. Ég geri mér fyllilega grein fyrir að það er fullt af fólki með fordóma en þegar ég lendi í því að tala við einhvern sem svo allt í einu skýtur fram fordómacommenti þá fellur hakan á mér niður í gólf. Stundum reyni ég að malda í móinn en stundum þá reyni ég að skipta um umræðuefni.

Þetta fer gífurlega í taugarnar á mér og röddin hækkar alltaf um þriðjung og ég er viss um að ég verð rauð í kinnunum þegar þetta efni ber á góma. Sérstaklega verð ég hissa þegar fólk sem ég þekki vel og þykir vænt um fer að gera uppá móti fólks sökum landafræði. Það að geta látið pólverja, tælendinga, múslima fara í taugarnar á sér bara af því fólk er frá hinu eða þessu landi er með algerlega óskiljanlegt.  Ef fólk er leiðinlegt, frekt eða ósanngjarnt þá fer það í taugarnar á mér, mér gæti ekki verið meira sama hvað stendur á vegabréfinu þeirra.

Skemmtileg færsla.....ha? Það sem fékk mig til að skrifa hana var að vinkona mín tjáði mér það yfir kaffibolla að hún myndi aldrei, ALDREI fara út með manni sem væri múslimi. Ástæðan var sú að þeir koma illa fram við konurnar sínar. Og þar sem hún hefur lesið grillján bækur og greinar um múslima sem koma illa fram við konurnar sína, þá er það algerlega rökrétt að setja alla múslima undir wifebeaterhattinn; HALLÓ, VAKNA! Samtalið enda reyndar á þá vegu að hún myndi aldrei fara út með öfgatrúarmanni og ég sagði henni að ég gæti getið það í sátt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held að málið sé einmitt að fólk orði hlutina illa. Stundum er fólk líka í raun og veru fordómafullt en mér finnst færslan þín alveg típískt dæmi um klúðurslegt orðaval manneskju. Það er eitt segjast aldrei munu fara út með múslima á þeim forsendum að hann sé múslimi og allt annað að treysta sér ekki til að fara út með öfgatrúarmanni. Öfgatrúarmenn geta verið af hvaða kynþætti sem er. Annars er ég alveg sammála þér með fordóma, mér er fyrirmunað að skilja þá. Það hræðir mig ofsaleg hvernig umræða hér á Íslandi er að þróast. Lærir mannkynið aldrei?

Díana Rós (IP-tala skráð) 18.1.2008 kl. 12:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband