23.1.2008 | 11:29
23.01
Asnalegt að þurfa alltaf að setja einhverja dem fyrirsögn.
Heather Ledger dáinn!!! Eitthvað sem enginn bjóst við, það þýðir að tveir leikarar hafa dáið núna á nokkrum dögum; orsök=overdose.
Við fórum í capoeira í gær, hressandi og skemmtilegt þó ég þoli voðalega illa að vera ekki góð í einhverju. Þannig ég þarf að æfa af krafti til að reyna að ná hinum þar sem mig langar eiginlega ekki að fara í byrjendahóp. Kennarinn var að sjálfsögðu myndarmenni með myndarkropp en talaði hvorki ensku né ungversku (ekki að það hefði hjálpað mér mikið ef hann talaði ungversku). Kauði er frá brasilíu og talar því bara portúgölsku, ein ein stelpan í hópnum gerðist svo almennileg að túlka. Í upphafi tímans stóðum ég og Sheila eins og illa gerðir álfar og biðum eftir að einhver talaði við okkur, loksins kom svo gaur og spurði hvort við værum komnar til að prófa......obviously. Áður en við vissum af var búið að planta okkur á kolla og allir fóru á spila á hljóðfæri sem mér fannst afskaplega skemmtilegt þangað til að átti að skipta um sæti og ég allt í einu komin með einhverskonar kókóshnetuhljóðfæri í hendurnar. Ég get dansaði við músík og sungið með en að planta mér á stól og segja mér að slá á kókóshnetur í takt við eitthvað enn einkennilegra hljóðfæri......ekki að fíla það.
En afgangurinn af æfingunni var skemmtilegur og við lærðum jingajinga eitthvað franskt spark og eitthvað annað spark sem ég man ekki. Á föstudaginn ætla ég að vera hugrakkari en ef ég er látin spila á eitthvað hljóðfæri.......þá fer ég að gráta.
Back to ce books!
Athugasemdir
vá hljómar spennó...hvað er eiginlega capoeira??
ragnhildur (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 12:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.