25.1.2008 | 09:58
okidoki
Eitt próf eftir á þriðjudag og þá er ég komin í vikufrí og veit ekkert hvað ég á að gera. Prófið í gær gekk ágætlega og ég vona að ég hafi náð fjandans inngangsspurningunum; ef ekki þá græt ég.
Capoeira var megaskemmtileg og ég er að fara aftur í kvöld þrátt fyrir óbærilegan verk sem er komin af streng í kálfa og ekki er ökklinn skárri. Skv. kennitölunni minni er ég 24 en ég er farin að hallast að því að líkaminn á mér sé a.m.k 8 árum eldri. En ég nenni eiginlega ekki að spá í því eða láta það stoppa mig. Í fyrramálið ætla ég svo í pilates og svo ætla ég að prófa einhverskonar Art jazz. Þessa önn ætla ég að gera eitthvað sem mér finnst megaskemmtilegt og ég er nú þegar búin að finna eitt; capoeira. En dem, hvað er leiðinlegt að vera ekki góð í því (við fórum í advanced class....). Svo í sumar ætla ég að fara dansnámskeið hjá æskuvinkonu, þannig það er eins gott að hún verði með námskeið.
Er að reyna að fá sjálfa mig til að byrja á þessari efnafræði. Það er ekki það að mér þyki hún leiðinlegt, þvert á móti finnst mér efnafræðin alveg ágæt. Afturá móti er ég komið hálfgert ógeð á að sitja í þessum stól fyrir framan þetta skrifborð en þetta eru ekki nema fjórir dagar og þá get hundsað það í allavega viku.
Ég er að upplifa stúdentabankareikning eins og er: tómur! Djöfull er það hressandi. Túnfiskur og gula baunir næstu daga. Og thank god að bjórinn sé eins ódýr og hann er, ef ég væri heima þá þyrfti ég að drekka vatn á barnum og hvaða fútt er í því. Og talandi um bari: Kæri sirkus, þar sem ég hef eytt meiri tíma en æskilegt er í drykkju og annan ólifnað hélt lokakvöld í gær. Þvílík sorg. Hvert á nú allt músíkfólkið, kvalin skáld, leitandi leikarar, mjóar módelínur og við fernan (ég, hans, lygi og ómar) að fara? Barinn? Nei, þar eru ungabörn enn með snuddu, Kaffibarinn? Jaaaá, en við þurfum þá að koma okkur upp samböndum við dyraverði, Boston? Jú, en ekki til að dansa, flippa og fíflast, Qbar? JÁ auðvitað, þar er gott og hressandi að vera. En sirkus verður saknað, ó já.
Er að hætta að reykja á morgunn; á ammælinu hans Hans Orra. Og að því sögðu TIL HAMMARA MEÐ AMMARA HANS (á morgunn).
Athugasemdir
takk fyrir það ástin (á morgun). annars er kveðjuhelgi alla helgina á sirkus og allar hljómsveitir í heiminum að spila. vildi þú værir hérna...
hans (IP-tala skráð) 25.1.2008 kl. 15:09
Ég held að fernan þurfi að leita samastað út fyrir 101. Mér dettur Players og Feiti dvergurinn í hug svona í fljótu bragði. Útlaginn á Flúðum er líka skemmtilegur staður en kannski ekki hægt að vera þar á reglulegum basis.
Hvernig er staðan á Líbanon ferðinni? Ég lagði 3000 kr. inn á sérlegan sparireikning nú í vikunni.
Örlygur Axelsson, 25.1.2008 kl. 21:33
vá hvað mér líst vel á að fara á feita dverginn. Nafnið eitt kemur mér í gúddí fíling!
Líbanon er alltaf að verða meir og meir spennandi
inam (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 16:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.