Mánudagurinn fyrir próflok

Það er svo erfitt að einbeita sér daginn fyrir síðasta prófið. Einhvernveginn virðist það alltaf vera þannig að hugurinn er alltaf komin nákvæmlega á þann tíma sem prófið er búið. Og þar er ég núna; á morgunn klukkan 12. Ég er ekkert í dag.....á morgunn.

Ég er ennþá að drepast úr harðsperrum (fíla það). Æfingin í gær var svaðalega erfið en ótrúlega skemmtileg eins hinar sem ég hef farið á. Við fengum því uppljóstrað hvaða nöfnum við eigum að ganga undir á æfingum. Hópurinn hafði um þrjú nöfn að velja fyrir mig: elastic, ballerina og giraffe........og getið hvað ég  fékk; Giraffe. Þjálfarinn var víst búin að finna það eftir fyrsta eða annan tímann sem ég tók þátt í. Þannig ég má búast við því að vera kölluð gíraffinn hægri vinstri á æfingum; hressandi.

Er að bíða eftir anatómíuniðurstöðum; þeir eru ekkert að flýta sér að setja þær á netið; kúkalabbar. Og svo er ég að reyna að neyða sjálfa mig til að lesa efnafræðina yfir einu sinni enn. Veit ekkert hvort ég sé tilbúin fyrir þetta próf en ég eins og ég segi; það þarf að beita sig hörku fyrir síðasta prófið. Á morgunn ætla ég í H&M og kaupa mér tvo til þrjá boli.....er að spá í að borga í brauði!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Var í H&M og keypti nokkra boli... Það er SVO hressandi :) Vona að prófið hafi gengið vel og bíð spennt eftir niðurstöðunni úr tómíunni....

Íris (IP-tala skráð) 28.1.2008 kl. 16:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband