Fyrsta vikan

Það er alltaf pínu maus að byrja aftur og koma af sér fyrstu vikunni. En ég verð að viðurkenna að það róar mig að vita að ég sé komin aftur í rútínu; skóli, læra, æfa, kaupa í matinn alltaf á sama degi og alltaf á sama tíma. Ég verð eitthvað svo rótlaus og órólega þegar ég á ekki rútínu, þegar dagarnir liggja bara einhvern veginn í lausu lofti. Erell er strax farin að sakna þess að vera í fríi......við erum á öðrum degi. Ég ákvað að taka prósakfílingin á þetta og líst bara vel á kúrsana (búin að stimpla það í hausinn á mér), nema kannski efnafræðina en það er bara vegna þess að kennarinn talar á hraða skjaldböku án fóta og ég held hann hafi gleymt að setja uppí sig efrigóminn í dag.

Var á æfingu áðan.....þetta verður bara skemmtilegra með hverri æfingu. Pínu spark hér og þar með dass af fimleikum og dansi. Ætlaði mér að prófa Art jazz en kemur í ljós að það er á sama tíma og capoeira og það er víst ekki hægt að gera allt sem maður vill.  Á morgunn er stuttur skóladagur og planið er að fara á húðflúrstofu.....en örvæntið ei, ég er að fara með Tonje sem ætlar að fá sér gat einhversstaðar en ef ég skildi verða svo heppin að rekast undurfagra mynd........well! Svo ætla ég að læra og læra aðeins meira og ég hugsa að ég endi kvöldið á smá heimsókn til Miss iceland (katla).

Annars hitti ég afskaplega myndarlegan mann; fyrrverandi kærastan hans er Ungfrú Rúmenía. Ég er enn að gera það upp við mig hvort ég hafi áhuga og potential að keppa við það. Ég gæti hugsanlega unnið hana í Miss blaze; því það eru fáir sem skarta eins fagurri blesu og ég!

Hugsa að best væri að koma sér í háttin þannig ég geti vaknað á morgunn og búið mér til undursterkt kaffi. Það er eina leiðin til að hugsanlega ná að vaka þann tíma sem maðurinn í efnafræðinni bablar um 3 efni á tveimur tímum, gvuð minn góður! 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband