Síðasta færsla

Sem ég skrifaði var löng og skemmtileg og hnyttin og frábær í alla staði. Þegar ég hafði lokið við að lesa hana yfir þrýsti ég þéttingsfast á Vista og Birta takkan, beið í dulitla stund og færði mig svo yfir á slúðursíðurnar. Þegar ég ætlaði svo að lesa færsluna aftur til að fullvissa sjálfa mig um hvað ég væri nú skemmtileg var engin ný færsla. Sama gamlan færslan blasti við mér og ekki tangur né tetur af þeirri nýju hnyttnu.  Líkurnar á því að ég skrifi eins langa færslu núna eru afskaplega litlar.

Ég er í tíma þessa önnina sem er Grasafræði. Ég man þegar ég tók grasafræði í Háskólanum, hvað mér fannst þetta algerlega fáránlega og tilgangslaust og asnalegt fag. Ég lét líka kennarana óspart vita af því hvað mér þætti kjánalegt að teikna upp fræ og blóm eins og sex ára gemlingur. Kennararnir mínir tveir í grasafræði hérna eru stórstórfurðulegir. Fyrirlesarinn blastar mozart meðan hann þylur upp latnesk heiti á fíflum og sóleyjum og verklegi kennarinn.......jah, hún er bara einkennileg í alla staði. 

Rúmenski rómansinn er ennþá on. Hann hringir endrum og eins.....ég er að fíla longdistanrómans, miklu meira spennandi auk þess get ég hagað mínum tíma eftir mínu höfði. Ég ákvað að fyrrverandi miss rúmenska kærastan hans hafi unnið Miss Rumenia í óbeislaðri fegurð. Og ég ætla að halda áfram að trúa því þar til ég fæ áþreifanlegar sannanir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband