20.2.2008 | 20:05
Niðurtúr
Hlaut svo sem að koma að því. Það er ekki hægt að búast við endalausum rósrauðum, vellyktandi dögum. Æfing í gær, hápunktar vikunnar er þegar ég fer á æfingar; skemmti mér konunglega og fæ útrás sem ekki næst að losa við skrifborðið. Ég fann fyrir smávegis ökklaóþægindum áður en ég fór á æfinguna en ákvað að vera ekkert að spá mikið í þeim. Óþægindin voru enn til staðar eftir æfinguna en ég ákvað að þau myndu lagast yfir nóttina.....ræt. Þegar ég vaknaði í morgunn var verkurinn þvert á móti farinn. Í staðinn er hvert fótatak vont og sífelldur seiðingur og þegar ég rétti úr eða kreppi ökklann þá er eins og bein nuddist í bein. Þetta er svo ógeðslega vont og óþægilegt. Skil ekki hvað er með þennan fokking ökkla. Þetta þýðir það að ég þarf að taka mér pásu frá æfingum (gvuð veit það þarf að vera löng pása) og díla við helv...læknana hérna. Ekki svalt, sérstaklega þar sem bæklunarlæknirinn heima sagði að ef sterarnir sem hann sprautaði inniá liðinn í sumar myndu ekki redda málunum þá væri næsta úrræði aðgerð.....frábært og ég er föst í ungverjalandi fram í byrjun júlí. Og hérna er þarf að borga læknunum undir borðið til að fá viðeigandi þjónustu þar sem þeir eru svo miklum skítalaunum!
Oki....ógisslega hress færsla....not!
Svo er þessi antióléttupilla verk djöfulsins. Gott ef bobbingarnir á mér séu ekki að verða á stærð við tvær myndarlegur melónur.....aint diggin it!
Ég ætla að fara að halda áfram að velta mér uppúr sjálfsvorkun og virkilega sársaukafullum ökkla!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.