Læknisheimsókn

Ég nenni ekki að skrifa neitt allt of mikið um læknisheimsóknirnar sem ég átti í dag. En eins og venja er fór ég fyrst til heimilislæknis (hef aldrei haft mikla trú á þeim nema maður sé með streptokokka eða kvef). Lenti á þessari líku stórfurðulegu bollukonu, sagði henni að mér illt í ökklanum og eitthvað bla. Nema hvað að hún forwardaði mig á sérfræðing og ákvað að skrifa smá sjúkrasögu (ekki veit ég afhverju, ég er ekki veik bara illt í ökklanum). Fyrir það fyrsta þá staðsetti hún sársaukan á vitlausan stað og svo allt í einu vildi hún fá að kíkja uppí mig og ég var mikið að spá í hvernig hálsinn á mér væri tengdur verk í ökkla. Ég verð að láta sjúkrasöguna sem hún skrifaði fylgja, þetta er hilaríus:

 "Past medical history: nothing

Currently: right ancle pain (from 2 days very badly), but this from 1,5 year. Before: no cold,no inflammation, no fever, no throat sore, nothing

Good physical status, pain in right ancle, in Achilles, no fever, no sore throat, no inflammation in throat, bu in right side (in submand. region) nodes (no tenderness, no painful), no throat inflammation, clear tonsils

Diagnosis: Achilles inflammation (?) in the right ancle"

Þetta er skrifaði af heimilslækninum. Ég er ennþá að reyna að átta mig á hvað hiti, hálseymsli, kvef og kirtlar hafa að gera með ökklann. Og greiningin hennar var röng....hvernig þessi manneskja komst í gegnum læknisfræði skil ég ekki, sérstaklega í ljósi þess að skólarnir hérna eru ekkert grín. Það er allvega alveg ljóst að ég er ekki með hálsbólgu eða sýkingu í hálsi.....

Svo þurfti ég að borga og ég gat ekki annað en brosað útí annað: TIH=This is Hungary.

En sérfræðingurinn minn var afskaplega indæll og talað hreint ágætlega ensku þó hann hafi sagt að ég ætti að message my muscle. Skilaboðin komust til skila og hann heimtaði ekki að skoða hálsinn á mér. Ég ætla á annað deit með honum á miðvikudaginn! 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hey ég ætlaði einmitt að fara að senda musklunum þínum message en fattaði að ég er ekki með númerið þeirra!?

hans (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 13:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband