27.2.2008 | 19:03
Búdapest í febrúar
Þegar það er 15 stiga hiti og sól er fínt að rölta í rólegheitunum úr skólanum með einhverja hressandi músík í æpod. Yfirleitt þegar ég labba í eða úr skólanum þá arka ég og horfi oní gangstéttina en í dag var ég hálf lúin eftir þriggja tíma grasafræði (það er ómanneskjulegt að láta fólk sitja inní í þrjá klukkutíma og tala um fræ) og rölti þessvegna. Og þegar maður röltir þá sér maður meira það sem er í kringum mann og þá sem labba framhjá manni. Í dag þegar ég rölti framhjá strætó sá ég mér til mikillar furðu hvar strætóbílstjórinn tók sér dágóðan smók af sígarettu. Ef hann hefði staðið fyrir utan strætóin sinn í sígópásu þá hefði ég ekki numið staðar en þar sem hann sat inní strætó og var við að sameinast umferðinni gat ég ekki annað en stoppað og glápt. Hvernig er hægt að ætlast til að fólk hætti að reykja í þessu landi þegar það má reykja í strætó og það þarf að taka það sérstaklega fram að það má ekki reykja í skólabyggingunum.....þessvegna keypti ég mér los nikótínótyggjó aftur; þvílíkur unaður.
Ég á mína eigin ávaxta/grænmetiskonu. Ég á öll mín ávaxtaviðskipti við hana; alltaf og þegar hún er ekki við og ég ávaxta/grænmetislaus þá fæ ég kvíðakast. Á mánudaginn þurfti ég að beina viðskiptum mínum til konunnar á básnum við hliðina á þar sem minn bás var með öllu lokaður. Þessi kona sér mig koma tvisvar í viku, arka að básnum mínum, eiga mín brosmildu viðskipti og arka í burtu með fullan poka af vörum. Ég hef grun um að henni hafi liðið eins og second hand vændiskonu þar sem hún valdi ónýtar appelsínur handa mér og svo voru bananarnir heldur ekki góðir. Í dag fór ég á minn bás og fékk dýrindisbanana og appelsínur og epli. Við erum orðnar ágætis vinkonur; nú þarf ég bara að læra málið og þá förum við að fara að fá okkur kaffi saman.
Ég á að vera að læra. Er samt búin að vera læra í dag síðan ég var búin í skólanum....eða svona nærri, horfði á tvo þætti af Klovn meðan ég borðaði soðið grænmeti með tómatsósu. Ég var að lesa um æðarnar í hausnum og ég held svei mér þá að við lesturinn hafi allavega tvær sem ég var að lesa um poppað í hausnum á mér. Þetta er eins og landakort af Indlandi og ég þarf að læra utanaf allar smágötur sem bera nafn.........Gotta love it.
Það er annars að frétta af rúmenska rómansinum að það er von á honum í næstu viku. Ég sagði honum reyndar að það væri kjánalegt að koma á sunnudegi þar sem ég er í skólanum á virkum dögum. Hann getur dundað sér við að leita að fínum skóm fyrir mig eða eitthvað svona í líkingu við það.
Aftur að lærdómnum og nú skal það vera efnafræði....júhú!
mamma verður 14 á föstudaginn!
Athugasemdir
bíddu vó?! rúmenskur rómans?? tell me more!!
Ragnhildur Bjarnadottir (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 13:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.