Vikan

Ég er búin að vera löt að blogga. Ástæðan: Rúmenski rómansinn er búinn að vera í heimsókn síðastliðna viku. Upprunalegt plan var að hann myndi vera frá sunnudegi til miðvikudags. Þannig við fórum fínt út að borða á þriðjudagskvöldið þar sem við drukkum rauðvínsflöskur og önnur lenti hálf á gólfinu þegar hann var að segja mér frá einhverju stórkostlegu og þurfti að gera handasveiflu sem endaði með vínflöskunni á hliðinni. Á miðvikudagsmorgunn sagði hann að hann myndi vera einn dag í viðbót. Á fimmtudeginum ákvað hann seinka förinni fram á föstudag. Á þessum tímapunkti var ég farin að spá hvort ekki væri rétt að rukka hann um leigu; ég benti honum kurteislega á að ég þyrfti að læra og hann þyrfti að finna sér eitthvað að gera á meðan. Nó próblem. Eftir að hafa bókað miðann á föstudaginn og við sátum með krökkunum úr skólanum og hann komst að því að um kvöldið var afmælispartý hjá Salim með líbönskum mat.... héldum út á lestarstöð og í grilljónasta skipti breytti hann miðanum sínum fram á sunnudag.

Að sjálfsögðu fórum við í partý til Salim og það var svívirðilega gaman og þegar það gaman þá er það oft þannig að glasið tæmist aldrei. Við stauluðumst út og heim á leið. Ég stakk uppá að fara á subway og kaupa gulrótaköku; góð hugmynd? Alveg þangað til ég þurfti að fara á salernið sem er á efri hæðinni. Þegar ég var svo á leiðinni niður í glæsilegum jakka sviku fæturnar mig og ég rann á rassinum niður allar tröppurnar og staðurinn var fullur af fólki. Ég stóð upp og leit í kringum mig en sá engan hlægja nema.....Robert sem lá á gólfinu í hláturskasti. Ég komst aldrei í það að borða gulrótarkökuna og þegar ég vaknaði morguninn eftir var ég með einn þann stærsta marblett á vinstri rasskinn sem sögur fara af; og hann er þar enn.

Þannig í dag er hann að fara heim og á föstudaginn fer ég til Rúmeníu og sé hvernig staðan er þar.

Stay updated!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

heitir rúmenski rómansinn róbertó??? hvað eru mörg r í því? :)

en er ekki til mynd af þessu? ég er sjálf ekki í neinu rómans standi, og treysti því á góða vini og amerískar bíómyndir til að lifa rómanslífi fyrir mína hönd...og þá verð ég nú að fá að vita minnstu smáatriði! 

ragnhildur (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 13:50

2 identicon

Hvað segiru skvís, hvað er að frétta?? Ertu komin aftur frá rúmeníu eða hvað ?? Hlakka til að heyra einhverjar fréttir :)

Íris (IP-tala skráð) 20.3.2008 kl. 21:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband