Ferðasaga2

Ég hitti líka pabbann. Hann býr í miðri Bucarest með konu og pabba sínum og hann er með söfnunaráráttu.  Þannig er það með þá feðga að þegar þeir fara út fyrir húsið þá taka þeir upp allt smálegt af götunum, hvort sem það er pappakassi eða járndrasl. Þessu sanka þeir svo að sér og eru vissir um það einn daginn muni það koma að góðum notum. Af þessari ástæðu er bílskúrinn fullur af dóti og drasli og ekki bara bílskúrinn heldur má finna allskyns dót í kringum húsið. Robert stakk upp á því um daginn við pabba sinn hvort ekki væri sneddí að taka aðeins til í bílskúrnum; þegar þeim hófust handa kom upp á bátinn að engu mátti henda. Þar með var það mission drepið í fæðingu. Pabbinn talaði heldur enga ensku en var feiknagóður að gera sig skiljanlegan á handapati og leiklistarhæfileikum. Afinn horfði djúpt í augun á mér og talaði við á rúmensku eins og ég væri infædd, ég sat bara og brosti og kinkaði kolli. Þarna fékk ég svo að smakka heimabruggað rauðvín sem var ansi gott og grappa sem er þjóðadrykkur. Þannig að þegar við kvöddum fólkið var ég farin að finna ansi vel á mér.

Ferðinni var aftur heitið í þorpið. Í þetta skiptið til að hleypa risahundinum hans út og leyfa henni að hlaupa um. Ég man ekki hvaða tegund hún er en hún er risastór og ég varð algerleMishaga skotin í henni þegar ég sá hana og hún í mér. Hún sýndi það með að stökkva á mig og ég þurfti að hafa mig alla við til að detta ekki undan þessum massa búk. Greyið var lokuð inni þar sem

1. hún var að lóða og 2. hún kom heim með hænur og hana frá nágrannanum og það var ekki vinsælt.  Og alltaf þegar við hleyptum henni út var lítill riddari mættur til að reyna að vinna hjartað hennar. Eina vandamálið var að hann náði rétt svo upp á læri en lét sér það nægja og humpaði þangað til hann gat varla andað. IMG_3509

Við röltum niðrað ánni þar sem einhver þurr gróður pirraði Robert.....þannig hann kveikti í honum. Mér leist alls ekki á blikuna þegar ég fann sjálfa mig standa fyrir framan megabrennu og ég var alveg viss um að að allt þorpið myndi brenna. Og ég var viss um að nú værum við vandræðum, sem var algerlega afsannað þegar nágranninn,  stór, drullugur bóndakarl  kom og sagði að þetta hafði einmitt verið það sem hann ætlaði að gera. Við horfðum á eldinn brenna út og mér var ekki kalt lengur. Nágrannin bauð okkur í heimsókn þar sem amman og mamman voru og önnur gömul lítil kona og eiginkonan. Aftur var mér boðin matur og vín. Í þetta skiptið einhverkonar djúpsteiktar bollur með flórsykri og ógeðslega vont heimabruggað rauðvín. Þetta var víst einhverskonar sáttarkvöldverður þar sem einhver ágreiningur var leystur. Ég held að Rúmenar séu upp til hópa mjög skapheitt fólk og á tímibili hélt ég að sáttarkvöldverðurinn myndi enda í matarslag þegar fólkið fór að tala hátt og hratt; á þeim tímapunkti grandskoðaði ég glasið mitt að innan og klárað viðbjóðin sem í því var. Við ákváðum að við tvö myndum borða heima og drekka pinot noir.....mér til mikils léttis. 

Á leiðinni heim urðum við bensínlaus.....beint fyrir utan bensínstöð. Heppsilegt, en bíllinn vildi ekki í gang. Ég mundi eftir vitrum orðum móður minnar að þegar tankurinn er alveg tómur þá þarf að setja hell of a lot af bensíni þannig bíllinn vilji í gang aftur. En Robert var ekki á því og sagði að þetta væri mjög flókið mál..blablabla. Þannig við tókum leigubíl heim og hvað.....jú leigubílstjórinn sagði nákvæmlega það sama og ég svo Robert fór og aftur og prófaði. Viti menn, það gekk upp. Ég spáði í því í smá stund hvort ég ætti kannski að verða bílaviðgerðamaður þar sem ég er svona klár.

Á laugardaginn fórum við svo útúr bænum. Robert þurfti ekkert að gera þannig við skelltum okkur í kaggann og útfyrir bæjarmörkin. Eftir þriggja klukkustunda keyrslu komum við að Drakúlakastala.......sem var lokaður; story of my life. Ég var ekkert að deyja úr sorg yfir að komast ekki inn og sjá hann, hefði verið gaman en seinna. Í staðinn skoðuðum við eitthvað húsasafn og tókum bjánalegar myndir. Við komust að því að kannski Robert ætti að reyna fyrir sér í modelbransanum.IMG_3558

IMG_3556

Miklir möguleikar. Ég held að hann gæti orðið súpermódel á nó tæm. 

Kvöldmatur á skrítnum rúmenskum stað sem að sjálfsögðu var ekki með neinn grænmetisrétt (allir sem hann sagði að ég væri grænmetisæta settu upp furðusvip og spurðu afhverju í ósköpunum ég borðaði ekki kjöt; djös pjattrófan!). Þannig ég át súrsaðar gúrkur, sveppi og kál og osta. Og aftur var ég látin smakka grappa nema í þetta skiptið var það heitt....ooooooj.

Þriggja tíma akstur heim og við gerðum heiðarlega tilraun til að horfa á mynd. Eftir þrjár mín var ég farin að hrjóta.  Sunnudeginum var svo eytt í aflsappelsi þangað til kominn var tími á að fara í lestina. Ég var búin að byrgja mig upp af myndum til að eyða tímanum. Robert borgaði svo lestarkallinum aðeins aukalega þannig ég gæti verið ein í bás (það er hægt að fá öllu sínu framgengt ef maður bara flassar nokkrum seðlum). Þannig var ég ein í bás alla leiðina til búdapest sem var miklu betra en að deila með einhverjum. Á leiðinni til bucarest var ég í bás með þremur skrítnum kellingum sem drukku einhvern viðbjóð úr kókflöskum og ég var viss um að þær ætluðu að stela passanum mínum meðan ég svaf.....paranoid. Endaði svo í búdapest snemma morguns í rigningu......hressandi. 

Næst þegar ég fer til Bucarest er planið að fljúga til Cluj og  skoða meira af fjöllum og einhverju svona landslagi......

Og það eru fleiri myndir á flickr síðunni. Ef litið er til hægri má sjá link sem heitir myndir, ef smellt er þéttingsfast á þennnan link má skoða nokkrar myndir sem hafa verið teknar. En það verður að viðurkennast að ég er aumasti túristi sem sögur fara af. Ég kann ekki að taka myndir af húsum og landslagi og solleiðis, einfaldega vegna þess að ég er ekkert voðalega hrifin af húsum nema til að vera inní þeim og landslög.....æj ég veit það ekki. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Veistu Inam þetta með bensínið hef ég aldrei heyrt,en ef þetta virkaði er það bara gott. Farðu svo vel með þig mín kæra.

Þóra Kjartansdóttir (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 17:25

2 identicon

Mútts, ég er alveg viss um að þú hafir sagt mér þetta bensínið. Gott ef það var ekki með fíatinn þegar hann átti til að deyja hér og þar um bæinn og nú man ég það eins og það hafi verið í gær þegar þú sagðir: " Það má ekki láta bílinn verða of bensínlausann, því þá fer hann ekki í gang".

Inam (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 06:12

3 identicon

haha... Sé Þóru alveg í anda vera að reyna að koma vitinu fyrir þig. Annars var þetta bucarest og bukapest alveg að fara með mig. Alltof lík nöfn.

Íris (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 21:32

4 identicon

Hehe, Bukapest!

Inam (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 07:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband