27.3.2008 | 06:16
Nikotínið
Ef ég tygg nikótíntyggjóið of hratt fæ ég undantekningarlaust hiksta. Ég fékk hiksta í grasafræði í gær (hugsanlega af leiðindum) og tók eftir því í kjölfarið að ein stelpa sem hafði orðið vitni af gubbustöntinu deginum áður fylgdist grant með mér. Augun skinu af áhyggjum og eftirvæntingu en ekkert gubb bara hiksti.
Svo leyfði nokkrum vel völdumað smakka harðfisk. Ekki vinsælt. Ég skil ekki að fólki finnst harðfiskur ekki góður en ég skil heldur ekki áráttuna að maka á hann smjöri. Djös sem ég hlakka til að fara á hestbak með harðfisk í kjafti og jagermeister í brjóstvasa....það er lífið.
Athugasemdir
ég er með jagermasterflösku í vínskápnum með þínu nafni....
hans (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 13:43
Ég fór á Snæfellsjökul í dag í glampandi sól - það var lífið :)
Nú lít ég út eins og naggrís með rautt nef og sakna þín ! - er með ei-ð nostalgíu flipp og langar bara að farað bulla með þér
Knús og kossar frá samfélagi fólks sem gubbar á óviðeigandi stöðum ;)
Anna Rúna (IP-tala skráð) 30.3.2008 kl. 03:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.