30.3.2008 | 10:16
Vor/sumar
Það er komið hvort sem fólk vill kalla það vor eða sumar. Fyrir mér er það sumar þar sem það er 20 stiga hiti, 20 stiga hiti, 20 stiga hiti og já var ég búin að segja að það er líka logn (rub it in rub it in). Ég var að koma úr skokktúr á eyjunni hérna rétt hjá, djös sem það er hressandi. Og núna finnst mér eins og ég verði að kaupa mér eins og eitt par af skóm. Það fylgir vorinu að kaupa sér eitt par af skóm, er það ekki?
Er að fara í próf á miðvikudaginn. Vona að það eigi eftir að ganga vel, það ætti að gera það þar sem ég hef gert þetta áður en efnafræðikennarinn okkar en ófullnægður hrokagikkur sem fær eitthvað út úr því að láta manni líða eins og erkifífl. Nei, ok stundum er hann allt í lagi en það gerist once in a blue moon.
Ooooog, ég óska hér með eftir að einhver nenni að koma með mér eina helgi í smá túristaleiðangur um landsbyggðina þegar ég kem heim. Skoða fossa og steina og gras og svona dót sem maður finnur í landsbyggðinni.
Anna ég treysti dáldið á þig því þú varst á Snæfellsjökli, mig langar líka á jökul en ég get alveg látið það bíða aðeins og mig langar líka í ísklifur og labba upp á Esjuna. Mútts þú kemur með mér í það. Glæst og þá ætla ég að snúa mér aftur af efnafræðinni!
Athugasemdir
Öfund! mig langar í skokktúr á eyju í 20 stiga hita! hér er bara rok og skítakuldi . En sólin skín sem betur fer og blekkir mann...
Skal með glöðu koma með þér að skoða steina og gras :D Alltaf til í að skella mér á landsbyggðina, fossar og fjöll here we come !
Saknaði indversku prinsessunnar í gær, er e-ð svo áttavillt í bænum án hennar ...
Anna Rúna (IP-tala skráð) 30.3.2008 kl. 15:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.