Próf

Prófið í dag gekk vel. Það var sanngjarnt og ekkert svo erfitt. Ef ég fæ ekki sæmilega einkunn verð ég móðguð og hissa. Og þar sem ég var í prófi í morgunn þá þurfti ég að vakna klukkan 6 þar sem ungverjum finnst augljóslega ótrúlega sniðugt að hafa próf klukkan sjö fimmtán. Þetta gera þeir þannig við missum ekki af hundleiðinlegum fyrirlestrum frá kennurum sem stama, standa á grafarbakka eða skortir allan sjarma (þetta á aðallega við efnafræði og eðlisfræði...skrítið?).

 Á mánudaginn þegar við vorum í verklegri efnafræði stóðu Annie og Frida og biðu eftir að fá undirskrift hjá öðrum kennaranum. Á undan þeim var feit, írsk, rauðhærð stelpa og þar sem þær biðu heyrðu þær hana eftirfarandi:

Íri: "Geturu hjálpað mér að ná prófinu ef ég borga þér 50.000"

Kennari: "Nei, því miður."

Ír: "Ertu viss, við erum að tala um 50.000 forint"

Kennari: "Nei, ég get það því miður ekki"

Bæði létu þau eins og ekkert væri sjálfsagðara en að múta eða taka við peningum til að ná prófi. Er ég pollíanna eða er þetta ekki í lagi! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað eru 50,000 forint mikið í íslenkum?? Hefði hún ekki bara átt að bjóða meira??? haha, djók.

Íris (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 13:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband