ojojoj

Ég veit að mörgum finnast grísir algerar dúllur og allt þar fram eftir götunum og mér finnst gríslingar alveg dúllur líka en.....Grísainnyflafýla er ógeðslegasta lykt sem ég hef upplifað á ævinni og ég vann á elliheimili. Það er eins og 18 gamalmenni og öll með niðurgang á sama stað og ég er ekki einu sinni að ýkja. Ég er alls ekki viðkvæm fyrir lykt; þvert á móti get ég vel þolað allskyns óþef (á reyndar dáldið erfitt með vonda lykt af fólki, svitalykt eða fólklykt, oj) en ég þegar ég nálgaðist þennan tiltekna grís og kúkafnykurinn dundi yfir gat ég annað en snúið mér við og labbað í burtu. Ég gerði heiðarlega tilraun til að krufla í einhverjum æðum en ég þessa lykt gat ég ekki þolað. Skrítið þar sem ég dýft mér oní hunds-eða kattarhræ án þess að fitja upp á nefið. En svín og þeirra innyfli, oj. Og mér skilst að við gerum mikið af því að kryfja svín í Pathology eða eitthvað seinna mér. Aumingja ég!

Komin tími á að fara í háttinn, á morgunn ætla ég að vakna snemma og fara útað skokka með Fridu og svo er ég að fara á tónleika annað kvöld....Stomp! dammdamm! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband