7.4.2008 | 06:13
Fyllerí
Ég fór á tónleika á laugardaginn; Stomp ásamt Sheilu, Tonje og Erell. Frábær sýning í allastaði og hugmyndaflugið sem þetta fólk býr yfir er magnað, þau notuðu tómaplastpoka, kústa og fleira til að búa til músík. Eftir tónleikana fórum við á bar og bjuggum til myndaseríu, þegar fólk var farið að gefa okkur aðeins of mikla athygli færðum við okkur yfir á annan bar. Eftir dágóða setu þar var haldið á skemmtistað. Mér hafði verið sagt af klipparanum sem bauð mér bjór að þar ætti að vera góð dansmúsík. Þegar við komum þangað, vorum orðnar kenndar og ég ákvað að reyna að koma okkur ókeypis inn (2500 ft virkaði of há upphæð...). Þannig ég byrjaði að bulla og rugla í manninum að við værum búnar að kaupa miðann, gott ef ég sagði ekki að við hefðum keypt hann á netinu og maðurinn sagði "Það getur ekki verið , þeir voru ekki seldir á netinu"en ég gaf mig ekki og sagði að það væri rugla að láta okkur borga tvisvar. Við komumst inn án þess að borga og ég hafði jafnvel sannfært sjálfa mig að við hefðum verið búnar að borga. Þegar við komum inn á staðinn reyndists músíkin vera hið mesta rusl þannig við snerum við á punktinum.
Næsta stopp, Chachacha. Í staðinn fyrir að skipta bjór út fyrir vatn þá héldum við áfram að sötra (stupidstupidstupid) og á þessum tímapunkti fann ég fæturnir voru farnir að basla við að halda mér í lóðréttri stöðu. Við hittum fólkið úr Stomp og kjöftuðum við þau í heillangan tíma. Ég að sjálfsögðu hélt því fram að þeir væru að ljúga og þeir væru bara eins og hver annar skoti. Loksins ákvað ég svo að drulla mér heim, þegar ég er svo á leiðinni heim fannég út að veskið mitt var ekki í töskunni. Ég fór í gegnum töskuna mína 18 sinnum, vasana 20 sinnum og ekki fann ég veskið. Þannig ég og Erell skunduðum aftur á staðinn, klukkan komin undir morgunn og við báðar óstabílar á fótunum. Þegar við svo komum þangað fannst mér fólkið ekki bregðast nógu vel við ósk minni um að gá hvort veskið væri þar. Í staðinn fyrir að fara og koma aftur seinna fór ég að rífa kjaft og vera dónaleg. Eftir að hafa móðgað þau fram í fingurgóma sneri mér við hastarlega og lét hárið fjúka og var á góðri leið með að fara með stæl.........þá þurfti ég að detta í tröppunum! Og allir fóru að hlægja og aftur í staðinn fyrir að hlægja með eða fara þá þurfti ég að fara aftur og halda áfram að rífa kjaft. Á þessum tímapunkti var ég augljóslega farin að fara í taugarnar á fólkinu og eftir púst og rugl (þarna var Erell farin að taka þátt), var mér lyft og upp og bókstaflega færð af staðnum. Það er svo sem hægt að hlægja af þessu núna en veskið er ófundið og ég sé fram á að ég þurfi að kyngja stoltinu og fara á staðinn á þriðjudaginn, biðjast afsökunar á hegðun minni og biðja fallega hvort þau gætu athugað með veskið mitt aftur. Mér er skítt sama um peninginn sem var í veskinu og ég vona að hann hafi komið einhverjum vel en það er bara svo frústrerandi að týna hlutum. Annars er þetta ekki heimsendir, það er alltaf hægt að fá ný kort og svona.....Sagan mun halda áfram eftir þriðjudag þegar ég þarf að fara aftur. ÉG ætla samt að taka einhvern með mér.....
Athugasemdir
haha fyndin færsla. Hvað er annars málið með þig og að detta niður stiga? Hefur gerst oftar en einu sinni....
Íris (IP-tala skráð) 8.4.2008 kl. 23:05
Reyndar var ég að fara upp stigann í þetta skiptið. Árið 2008 er árið sem Inam gat ekki höndlað stiga!
inam (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 05:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.