læri læri læri

Ég er búin að komast af því afhverju ég get aldrei lært almennileg þegar ég ætla mér það! Þegar ég hef einsett mér það að byrja að læra þá færi ég lampann fyrir ofan nýja fína rúmið mitt, leggst uppí rúm, breiði yfir mig sængina og byrja að lesa! Eftir ca. tvær setningar hafa augnlokin þyngst um helming og hugurinn hægt á sér þannig ég þarf að lesa hverja setningu fimm sinnum þannig fyrsta orðið nái að síast inn! Þegar ég hef svo lesið eina málsgrein sofna ég ofan í bókina og vakna svo endurnærð til að lesa meira......nah, sjaldnast! Þannig frá og með deginum í dag les ég við skrifborðið og ekkert minna, reyndar ætti ég að vera lesa núna en ekki vera að skrifa þessa færslu um hvernig best sé að haga lestri! 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband