7:45 á laugardagsmorgni

Þetta þætti til tíðinda heima; Inam vöknuð svo snemma á laugardagsmorgni að gera sig til fyrir skokktúr í kringum eyjuna, í nota bene 17 stiga hita. Tanórexían er virkilega farin að segja til sín og ég reyni að nota hvert tækifæri að plata einhvern með mér í sund, tókst að plata Frídu til að vakna klukkan 5:00 í gær og koma með mér að synda; sagði henni að þetta væri besta leiðin til að byrja morgnana og svo gætum við fengið okkur kaffi og blueberrymuffin eftir á. Og svo er ég að fara að skokka með henni núna klukkan hálftíu, hef grun um að þá verði orðið heitt.

Hitti loksins Kötlu í gær sem ég hef ekki séð síðan jésu dó og reis upp. Hún sat ásamt fullt af fólki og sötraði bjór í gær og tilkynnti mér að þau hefðu verið í seinasta tímanum ever, ég og frída vorum einmitt á leiðinni að fara að skoða einhverjar helv....plöntur. Mig langaði að skipta um stað við hana þar og þá en í staðinn sátum við í klukkutíma og reyndum að finna út aðferð við að muna latnesk nöfn á plöntum! Ég man eftir einni því hún hafði eftirnafn sem hljómaði eins og kókínös og enska nafnið hennar var Scarlet running bean; Scarlet Johansen að hlaupa með kók í nös. Hinar plönturnar voru ekki eins skemmtilegar!

Ég fór aftur á skemmtistaðinn þar sem ég týndi veskinu mínu og get vel skilið að ég hafi orðið reið þegar ég lenti í ryskingum við dyraverðina fyrir viku. Þetta eru hálfvitar upp til hópa, þegar ég kom þangað með moral support með mér og spurði kurteislega hvort þeir hefðu fundið veski þá horfði fólk bara á mig og hristi hausinn eða sagðist ekki skilja ensku. Þau reyndu ekki einu sinni að líta út fyrir að hafa áhuga á að kíkja og gá....það sauð á mér en ég hélt aftur af mér. Stelpurnar sögðu það sama að það væri ekki furða að ég hefði orðið reið. Djöfuls hálfheilungar. Og svo spyr maður hvort þau tali ensku og svarið er: "little bit" og þegar ég spurði ofurhægt hvort "you'd find a wallet" þá sé ég tómleikan og heimskuna í andlitinu á þeim að skilja ekki rassgat hvað ég er að spyrja. Ég spurði einn töffarann hvort hann vissi hvað wallet væri og ég fékk ekkert svar. Ég hlýt að hafa verið indælasti barþjónn sem sögur fara af þar sem ég lagði mig í lima við að hjálpa fólki að leita að týndum hlutum; á chachacha er skilyrði að vera dónalegur og asnalegur til að fá vinnuna. Og hananú!

Ég keypti mér nýtt sundbikini á miðvikudaginn eftir tilraun til að taka sundsession, það mistókst hrapalega þar sem bikinið sem ég var í vildi ómögulega  haldast á bobbingunum. Ég held að karlmennirnir sem syntu á móti mér hafi átt afar skemmtilega sundferð þar sem brullurnar sátu úti eins og ekkert væri sjálfsagðara. Nú á ég glæsilegt blátt sundbikini sem fer hvergi en er ætlað fyrir 14 ára stelpur.....sem segir okkur bara eitt; 14 ára stelpur eru að verða stærri.

Læt þetta nægja í bili, ætla að læra smá efnafræði áður en ég fer að skokka.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband