sjónvarpið

Mánudagurinn 30. okt: Sigurverari í viðbjóðslegasta sjónvarpsefni vikunnar! Ég var að surfa á milli stöðva þegar ég lenti á umræðum um þrívíðarfóstur í Ísland í dag. Þetta er án efa eitt það ósmekklegasta sem ég hef séð lengi og ef ég væri ólétt þá myndi ég sko ekki fara í svona þrívíðarsónar. Barnið lítur augljóslega út eins og ET og ég get ekki skilið hvað er svona krúttlegt og frábært að sjá eitthvað hálftilbúið barn syndandi um í einhverjum ojvökva. Og svo sagði stelpan hvað það væri dúllulegt að sjá barnið leika sér við fótinn sinn eða NAFLASTRENGINN....já rosalega krúttað! Frekar væri ég til í að sjá bara einhverja óskýra svarthvíta mynd þar sem innvolsið er ekki eins greinilegt!

Eftir að hafa verið í rólegheitunum að læra niðri hjá mér ákvað ég að fara aðeins upp að sýna imbanum athygli. Og hvað mætir mér....einhver afkvæmisþáttur um fóstur og fæðingu. Klukkan 21:00 á mánudagskvöldi er fæðing sýnd fullum fetum eins og ekkert sé sjálfsagðara. Eins og þetta er nú frábær hlutur og allt það, þið vitið....þessi klisja: "fyrst var það pínulítil sæðisfruma og núna níu mánuðum síðar er hún tilbúin að horfa framan í heiminn!" Ég er ekki að segja að það sé ekki frábært en ég skil heldur ekki afhverju það þarf að sýna hvernig krakkinn kemst í heiminn og gúmmihanskahendur toga í hausinn til að ná afgangnum af krakkanum út! Ég get ekki sagt að þetta geri það að verkum að mig langi til að ganga í gegnum barnsburð.....eiginlega bara alls ekki! Svona þættir eru án efa besta getnaðarvörn í heimi! 

Sáu þið þetta!? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég sá sem sagt byrjunina og fannst þetta reyndar mjög áhugavert...fannst svo bara aðeins meira áhugavert að fara í tölvuna og missti því af fæðingunni....en ég horfði á criminal minds, það er skemmtilegt!

ragnhildur (IP-tala skráð) 31.10.2006 kl. 10:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband