And we're back in the game

Vah, hvað ég á erfitt með að þola þessar fyrirsagnir stundum. Stundum langar mig bara að skrifa stutta færslu sem heitir ekkert.

Komin heim aftur eftir allt of stutta Rúmeníuför; fjórir dagar er eiginlega of stutt, sérstaklega þegar ég maður sefur megnið af tímanum. Ferð nr. tvö var ekki eins tíðindamikil og sú númer eitt, af einhverjum ástæðum var ég með uppsafnaða þreytu síðan 1788 og svaf megnið af tímanum. Ekki misskilja mig og halda að Robert hafi verið vakandi, hann svaf líka á sitt græna. En ég held ég hafi alveg þurft á þessari hvíld að halda; spurning hvort þetta hafi verið uppsafnað stress eða hvað???

Það er úber tanveður og tanórexían er farin að gera vart við sig. En málið er bara að ég get ekki eytt öllum mínum í tíma í sólbaði, þremur vikum fyrir próf (djös sem það væri samt fínt) þannig planið er að fara að synda fyrir skóla og morgunn og svo er tansession planað fyrir sunnudaginn. I'm gonna be brown beibí!!

Ég er að passa kisuna hennar Fridu; þvílíkur snilldarköttur. Hún komst reyndar í harðfiskinn minn, kláraði úr pokanaum og fékk svo að kenna á því stuttu seinna með neddara; ég hef samt grun um að hún hafi ekki lært af græðgiskastinu. Hún gerði árás á tærnar á mér meðan ég snúsaði í morgunn og neyddi mig þar með á fætur, ekkert nema gott um það að segja nema morguninn var truflaður þar sem bæði Sheila og Tonje voru komnar á fætur. Algerlega rústar planinu.....venjulega er ég ein á morgnana í rólegheitum; á klósettið, inní eldhús að búa til kaffi, bursta tennur meðan vatnið sýður, drekka kaffi og skoða netið og svo út.....í dag náði ég ekki að fylgja rútínunni því þær voru báðar vaknaðar.....og ég sagði þeim það; að þetta væri sjaldséð að allir væru komnir á fætur svona snemma. Sheila sagði að þetta myndi ekki gerast aftur!

Allavega gott að frétta; býst við 24 stiga hita í dag.....spurning um að fara í sandala! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband