Aftur til fortíðar

Ég verð að deila þessu með ykkur: Þannig er mál með vexti að nú fara fram þorpskosningar í þorpinu þar sem mamma og amma (og stórfjölskyldan ef útí það er farið) Roberts býr. Sjálf hef ég ekkert gaman að svona kosningardóti og reyni að loka eyrum, augum og öðrum skilningavitum þegar auglýsingar og loforð streyma um allt. En ég verð að viðurkenna að ég nagaði mig í handarbökin fyrir að hafa farið á sunnudaginn þegar Robert sagði mér taktíkina við að ná í atkvæði. Heima eru bakaðar kökur og jafnvel boðið uppá bús til að næla sér í atkvæði (svona eins og á leikskóla þegar krakkar reyna að eignast vini með að gefa hvort öðru nammi). Í rúmeníu er öðru vísi farið að: jú, þeir halda partý handa þorpsbúum og það er boðið uppá bús en það eru líka gefnir peningar, beinharðir peningar. Ekki nógu með það heldur sagði Robert mér í gær að einn af frambjóðendunum hafði komið að húsi þeirra mæðgna með tvö lömb og kalkún; tilvalið svona rétt fyrir páska (christian orthodox eða eitthvað þannig). Getið þið ímyndað ykkur þetta: "Sælar mæðgur, svona í ljósi þess að páskarnir eru á næsta leiti og það er hefð að fórna lambi og þið eigið ekkert ákvað ég að gefa ykkur tvö og kalkún í kaupbæti ef vera skyldi að það eigi að halda stóra veislu.....og bæ ðe vei, það eru kosninar á næsta leiti og ég heiti _ _ _ _ ". Hilarious. Ég gat augljóslega ekki stillt mig þegar Robert sagði mér að nú væru þau með tvo hunda, tvö lömp og helvítis kalkún röltandi um á lóðinni. Það er gefið mál að öðru lambinu verður fórnað um páskana en hvað þau ætla að gera við hitt lambið þykir mér spennandi að vita. Það er ekkert grín að eiga rollu og shit hvað hún verður örugglega einmana þarna ein með hundunum og kalkúnanum.....

Ég legg til að frambjóðendur heima taki þetta sér til fyrirmyndar en í staðinn fyrir að gefa rollur og kalkúna geta þeir t.d gefið fallegt skópar eða töskur. Og ég er ekki að tala um eitthvað plastdrasl sem eyðileggst þegar maður horfir á það (meina....hvað kostar rolla og ég veit fyrir víst að kalkúnn er svaðalega dýr). Ef þetta yrði raunin þá myndi án efa fá meiri áhuga á kosningum og öllu sem því nú fylgir.

 

p.s ég nenni ekki að lesa yfir færsluna núna þar sem ég er að fara að sofa. Kíki á þetta á morgunn og laga það sem laga þarf! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ég verð að viðurkenna að ég myndi kjósa einhvern sem gæfi mér fallegt skópar eða tösku..

katrín (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 23:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband