HR-ingar

sem stunda nám við íþróttaakademíuna þurfa nú aðeins að fara að herða sig. Mæta á fimleikaæfingu hjá Björkunum og brotna svo saman því það er verið að teygja á stelpunum! Hvernig halda þeir að afreksmenn verði til, með kökubakstri og halelújasöng. Þegar ég var yngri var teygt á mér alveg sundur og saman og dem, það var vont en ég lét mig hafa það og það hefur ekki haft áhrif á mig til lengdar. Bestu þjálfararnir á Íslandi eru flestir frá Austur-Evrópu.....og glöggvum okkur á því að fimleikafólk frá Austur-Evrópu eru með þeim bestu í heimi! Það þarf hörku til að ná árangri. 

Og núna var ég að horfa á viðtal við einhvern HR-ing eða eitthvað tengdur HR sem var einmitt að lýsa hneykslan sinni á þjálfunaraðferðum í Björk. Kemur ekki bara í ljós að foreldrar stúlknanna í þessum umtalaða hóp hafa sent út stuðningyfirlýsingu við.......þjálfarann. Face! Ég segi bara að ef að fólk þekkir ekki fimleika þá skuli það sleppa að mæta á æfingar og mæta í staðinn á mót....þar sést árangur erfiðisins án hörkunnar sem á sér stað bak við tjöldin! Og allir njóta þess!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Daníel Már Jónsson

Þetta er nokkurn vegin nákvæmlega það sem ég hugsaði þegar ég sá kastljós áðan! Ég reyndar æfði aldrei fimleika en systir mín gerði það, og þó að henni þætti æfingarnar oft algert helvíti fannst henni þetta svo gaman og vel þess virði þegar í keppni var komið. Hún komst í afrekshóp hjá ármanni (hætti reyndar ung) og spennan fyrir nýjum æfingum var ólýsanleg. Hún var oft alveg búin andlega en ég hef sjaldan séð hana jafn spennta og fyrir þessar æfingar.

Þetta eru bara einhverjir glory-hunter gaurar sem hafa ekki hundsvit á íþróttum, og þeir eru ástæðan fyrir því að íþróttir eru ekki komnar lengra á Íslandi en raun ber vitni.

Daníel Már Jónsson, 2.11.2006 kl. 21:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband