4.11.2006 | 11:06
glöggvun
Við skulum glöggva okkur á því að gerpla er officially besta trompliðið á íslandi. Vökulir lesendur fréttablaðsis hafa hugsanlega rekið augun í grein þar sem greint er frá því að Gerpla frá Íslandi hafi komist áfram í úrslit á Evrópumeistaramóti! Og eru að fara að massa salinn á eftir. Hefði viljað vera með þeim en vinnan og fleira komu í veg fyrir það. Hlakka samt til að geta byrjað að æfa aftur ómeidd og geta gert hluti sem ég hef ekki getað gert í þrjá mánuði.....svei mér þá, það varður hressandi.
Annars vil ég gjarnan benda fólki á að krossa puttana og biðja gvuð almáttugan eða bróðir hans um að Gerpla lendi á palli í dag!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.