29.4.2008 | 05:32
Stutt á þriðjudagsmorgni
Það eru allir komnir á fætur og ég er ekki að fíla það. Morgnarnir eru minn tími og vanalega er ég sú eina sem er á fótum og ég get gert mína hluti í rólegheitunum. Þannig þegar þær eru báðar vaknaðar þá finnst mér þær vera að invading my territory. Yfirleitt sofa þær frameftir eða allavega þangað til ég er farin í skólann eða sund. En ekki dag.....allir komnir á fætur og algerlega að skemma fyrir mér morguninn, kannski þarf ég bara að vakna fyrr.
Löng helgi framundan. Og ég og Frida erum að fara að taka þátt í megaworkshop í Capoeira. Við fengum smjörþefinn af því á sunnudaginn. Þar sem það var í kringum 25 stiga hiti fórum við ásam fleiri fólki á Margrit island í tansession. Þegar leið á daginn fór fólk í hvítum buxum að flykkjast að og áður en við vissum af voru þau búin að búa til risahring og voru að gera capoeira. Þegar við komum nær sáum við að þjálfarinn okkar var þar ásamt flokk af svívirðilega glæsilegum brasilískum capoeirameisturum. Okkur var hent inní hringinn og tókum smá leik við einn af folunum. Workshopið er frá fimmtudegi til sunnudags og það eru æfingar á hverjum degi auk þess sem beltapróf verður......hell yeah. Ég ætla að vera dugleg að taka myndir til að setja upp á Flickr.
Segjum þetta gott í bili; er að fara í grassafræði....jibbí!
Ps. ég náði mér ágætis tan!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.