Fréttir úr austri

Brjáluð ofurhelgi að baki. Langt síðan ég hef skemmt mér svona vel. Við Frida náðum gula beltinu í capoeira jafnvel þó töluverð drykkja hafi átt sér stað kvöldið áður. Ég slóst við Mester Pulmao sem er tvífari Van Diesel eða hvað hann heitir, risastór brasilískur maður, sem felldi mig en greip mig áður en ég náði að skella í gólfið, rétti mér svo beltið og smellti á mig kossi. Ég gisti hjá Fridu frá fimmtudegi til mánudags og við sköffuðum 24hr búðinni beint á móti fullt af pening með sífelldum hvítvínsflöskukaupum. Auk þess gistu hjá okkur tveir strákar frá Svíþjóð (þeir voru mjög langt frá því að vera ljóshærðir með blá augu). Og við skemmtum okkur konunglega. Við dönsuðum samba, lékum capoeira allan daginn og tókum svo sambasporin sem við lærðum fyrr um daginn um kvöldið og dönsuðum við alla sem vildu dansa. 

Og merkilegt nokk.....ég er nokkuð ánægð með hvernig ég lít út núna! Það hefur ekki gerst síðan víkingar voru og hétu. Ég held ég hafi aldrei verið í eins líkamlega og andlega góðu formi og ég er núna. Ég held svei mér þá að það sé capoeira að þakka. Þetta er ekki bara spark í loftið og svo heim; við sitjum saman í hring og það er spilað á hljóðfæri og sungið á meðan við leikum capoeira. Og svo fer ég að synda og skokka þess á milli og næ mér í tan í leiðinni; kúkabrúnt vöðvatröll. Vona að ég nái að halda mér á þessari braut; fann capoeira heima sem ég ætla að fá að vera með í, þannig þetta ætti að ganga. Eina; ávextir á íslandi eru svo asskoti dýrir.....ég á eftir að sakna grænmetiskonunnar minnar meðan ég er heima og hún á eflaust eftir að sakna mín.

Prófin eru svo á næsta leiti. Er að fara í mid-term á morgunn og finnst ég tilbúin þannig ég ætla á æfingu í kvöld þrátt fyrir meiddan úlnlið. Stofandi Senzala (sem er okkar hópur) verður að kenna í kvöld, hann er sextugur og er eins og snöggur og liðugur og köttur.

Ojj.....þetta hlýtur að vera leiðinlegasta færsla í heimi.....ég er bara að tala um capoeira! Og þessvegna ætla ég að hætta hér!

 ps. Ég er að skipta um íbúð! Þannig í ágúst verð ég ein í íbúð. Jebbs...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hljómar vel, aldeilis hressilegt blogg hér á ferðinni :)

ragnhildur (IP-tala skráð) 10.5.2008 kl. 15:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband