16.5.2008 | 07:45
Ballið er að byrja
Síðasti tíminn af fyrsta árinu mínu af dýralækninámi í dag. Og svo byrjar ballið, anatómía á miðvikudaginn og ég vona svo innilega að ég nái en þessum drullusokkum finnst ógesslega gaman að hafa prófin erfið og full af smáatriðum. En ég vona að þeir verði í ultragóðu skapi þegar þeir búa til prófið eða fara yfir það. 28 stiga hiti yfir daginn og það erfitt fyrir tanorexíusjúkling eins og mig að vera inni meðan ég veit að sólin skín fyrir utan eins og enginn sé morgundagurinn. En ég er samt orðin brún þar sem ég syndi stöku sinnum og sit útí sólinni og þykist læra....
Prófatörnin er nákvæmlega mánuður. Við ákváðum að hafa ágætis gap á milli prófa og sjá til hvernig það gengur. Ef það gengur vel þá prufa ég að hafa styttra á milli næst til að komast heim fyrr. Hlakka til að byrja að vinna og hlakka til að sjá hundana mína og labba á Esjuna (mamma) í fyrsta skipti. Vona að þetta eigi eftir að ganga.....geri mitt besta get ekki meira.
Capoeira verður alltaf skemmtilegra og skemmtilegra. Vid Frida erum algerlega orðnar húkkt og tölum varla um annað. Og til fimleikastelpnanna minna; mér tókst að gera handahlaup án handa í gær. Hélt ég gæti það ekki og öskraði: "Yessss, I'm good". Gerði líka arabahelja á gólfi um daginn.....góðir hlutir gleymast seint. Við erum að spá ég og contramester sem er að kenna í svíþjóð að hafa smá workshop heima á Íslandi í sumar. En sú umræða er á byrjunarstigi þannig við sjáum til hvernig það fer og hvort eitthvað verði af því. Ég hef lært í gegnum tíðina að karlmenn tala og tala og ætla að sigra heiminn og giftast drottningunni en svo verður aldrei neitt af því (ekki allir en margir). Þannig við sjáum til!
Og nú ætla ég að fara í síðasta tímann í flipflops, hlýrabol og sommerbuxum og nýju fínu sólgleraugun mín sem hylja helminginn af andlitinu á mér!
Athugasemdir
mánuður segiru.... Hlakka til að fá þig heim.
Íris (IP-tala skráð) 26.5.2008 kl. 21:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.