30.5.2008 | 05:11
Það er eitthvað að
Að ég best veit þá er 24 ára en ekki 54 og samkvæmt öllu þá á ég að eiga erfitt með að vakna á morgnana og vilja sofa út. En neeeeei......í staðinn vakna í klukkutíma á undan klukkunni. Þegar ég leit á klukkuna í morgunn var hún 6:20 og ég hugsaði með mér: "mjeheheh, djöfull lék ég á tímann núna....nú get ég sofið í klukkutíma í viðbót án þess að missa tíma". Þannig ég lagði fagurt höfuðið aftur koddann klemmdi aftur augun en ekkert gerðist, fékk bara illt í augnlokin. Að lokum ákvað ég bara að fara á fætur......fyrir klukkan sjö! Er eitthvað að? Ekki það, mér finnst morgnarnir bestir þar sem þessar stelpur sem ég bý með eru svefnburkur from beyound (og þetta er engan veginn hvernig á að skrifa þetta orð). Þannig nú er ég búin að fá mér kaffi, bursta tennur, klóstið, skoða póstin minn og klukkan er 7:05. En it's all good! Því nú næ ég væntanlega að gera helminginn af efnunum sem ég ætla að gera í dag áður en Frida kemur og við förum í sund í tan og workout. Ég elska að vera á undan áætlun eða á áætlun.
Rúmenski rómansinn hefur runnið sitt skeið. Og ég er í geggjaðri hjartasorg.......djók. Þannig nú er ég single og fabulous eins og mér einni er lagið. Það er ég viss um að margir karlmenn anda léttar nú.....aftur djók. Spurning um að taka Slóveníu eða Búlgaríu næst; massa austur-evrópu....eða ekki!
Svo fer að líða að heimkomu. Ég er nú þegar búin að plana það að ég og múttsa ætlum á esjuna og svo í sund og svo grilla....ammm! Það er samt ultra næs hérna í einni af megatansundlauginni (anna, you've been there) þar er seldur bjór og matur, þannig síðast þegar ég fór með Fridu og systur hennar sátum við í ultratani og drukkum bjór! Þannig á það vera!
Ætla að byrja að læra vefjafræði. Ég býst við gjöfum og góðmennsku þegar ég kem heim!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.