12.6.2008 | 21:24
.....
Ég var í megavandræðum með að kaupa miðann til London frá Budapest. Flugfélagið vildi hreinlega ekki taka útaf kortinu mínu; hafa eflaust haft grun um blankheitin af þessum bæ. Þeir vildu heldur ekki peningana hennar mömmu. Ég var orðin rauð að bræði í dag og ógeðslega pirruð og var alvarlega farin að spá í að leita mér að vinnu í súpermarket í ungverjalandi þar til brósi kom mér til bjargar.
Þannig er það að án þess að vita af því (auðvitað vissi ég af því en hvenær viðurkennir maður svoleiðis þegar það er keppni um síðasta súkkulaðibitann?) þá á ég besta bróðir í heimi. Það er bara svo einfalt. Auðvitað lærði hann af þeim bestu (hmm...mér) en hann fær kredit sjálfur. Ekki nóg með að hann sé ógeðslega klár og landaði megavinnu í Lúxemborg þar sem hann er notabene yngsti starfsmaðurinn þá er hann líka vibba skemmtilegur (oftast nær...) og kann að tjútta og dansa (aftur; góður kennari sem hann hefur haft). En þar sem hann býr í Lúxemborg núna þá þarf ég koma upp með gott mútur til að fá hann heim til að taka eitt matarboð og dans á kúnni áður en ég fer aftur til Búdapest; hugmyndir eru vel þegnar. Svo ætla ég að fara í heimsókn til hans og kíkja á þessa borg eða land eða hvað fólk kallar þetta áður en ég fer til Búdapest aftur.
Oki.....þannig það er þá alveg á hreinu að ég á besta brósa í heimi!
Athugasemdir
Góð hugmynd að halda matarboð.... Augljóslega þarf smá hjálp við eldamennskuna.... Síðast heppnaðist það súper vel, ef þú vilt koma með dæmi. Svo má alltaf reyna að múta honum með súkkulaðikökunni hans Hans Orra...... :) Aldrei hætti ég að tala um þessa súkkulaðiköku :)
Íris (IP-tala skráð) 13.6.2008 kl. 20:59
Íris, eftir að þú tókst fyrsta bitann af þessari súkkulaðiköku breyttist líf þitt og þú verður aldrei söm aftur. Helduru að þú myndir hafa hana í morgunmat, hádegis-og kvöldmat ef þú kynnir uppskriftina. Annars ætla ég að reyna þetta með að múta brós með súkkulaðikökunni!
inam (IP-tala skráð) 14.6.2008 kl. 07:21
Nei Inam mín. Þó að hróið hann Ómar eigi margt gott skilið þá veistu að það er mamma þín sem á besta bróðir í heimi.
Síðan skaltu ekki reyna að eigna þér góða mannkosti bróður þíns, allir sem til ykkar þekkja vita að það er svo fjarri sanni að þú eigir nokkurn þátt í uppeldi hans eða siðferðilegu innræti.
Nonni eða Tralli!!! (IP-tala skráð) 14.6.2008 kl. 15:44
Hahahhahah, lyktar af öfundsýki verð ég að segja! Það vita það allir sem mig þekkja að ég er drottning með drottingarmannasiði og fas í alla staði. Mér þykir skömm að þú skulir ekki vita betur en þetta!
Hvaða bróðir mömmu er þetta svo sem verið er að tala. Ég vissi ekki að um þriðja bróður væri að ræða.....
inam (IP-tala skráð) 15.6.2008 kl. 17:46
Og drottning í hvaða landi er það?
Sá þriðji (IP-tala skráð) 15.6.2008 kl. 18:25
Drottning í Úsbekistan!
inam (IP-tala skráð) 16.6.2008 kl. 09:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.