13.6.2008 | 05:40
Morgunnstund gefur gull í mund
Ammm.....kaffi á morgnana og internetvafr. Reyndar er kaffið mitt óvenju vont í dag og það var það líka í gær þegar ég bjó mér til bolla. Skil þetta ekki, hef nettan grun um að mjólkin sé eitthvað fishy.
Ég braut hægri hjartað í gær á capoeira æfingu og nú er vont að anda. Skil þetta ekki, mjög einkennilegt allt saman. Svo er ég líka með risastóran marblett á rassinum sem teygir sig upp á rófuna, ástæðan: ég datt af hjóli í svíþjóð. Gott samt að rassinn tók skellinn en ekki hausinn. Þetta er í annað skiptið sem rassinn á mér þarf að þola mar og óþægandi. Síðast var það í mars þegar ég datt inná Subway. Það hlýtur að vera einhver ástæða fyrir þessu; of þungur rass eða kannski er ég bara svona jarðbundin.
Ég var á svo góðri æfingu í gær. Nú æfum við úti á eyjunni í blankasólskini og fínerí. Gott að æfa á grasinu, minni líkur á að fá marbletti og meiri ástæða að gera alls kyns kúnstir. Þjálfarinn okkar er brilljant þó hann tali enga ensku og í ljósi þess að hann talar enga ensku þá er planið að læra portúgölsku í sumar (sérstaklega þar sem við Frida ÞURFUM að fara til Brasilíu at some point). Ef einhver vill gefa sig fram og kenna mér þá væri það frábært, ég get borgað í blíðu (mjehehe). Ef enginn gefur sig fram þarf ég að kaupa bók með geisladisk og hlusta á mann segja 100 sinnum "Tudo bem" og eitthvað meira. En portúgölsku skal ég læra.
Oooooog....that's all! Farin að skoða ógesselga fínar, þurrkaðar og pressaðar plöntur af því það er svo skemmtilegt og gefandi!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.