sögur úr Hafnafirði

Vegna þess að ég veit að það eru allir spenntir að heyra sögur af hvernig mér vegnar í Hafnafirði þá er best ég skrifi eins og eina færslu um það. Ég og Sigurjón erum orðnir hinir mestu vinir, hann fær gúmmilaði mat hjá mér og svo leikum við okkur við tuskuapa sem deyr á hverjum degi. Ég ek um á kvenjeppa sem er með hita í sætunum sem yljar manni um rassinn í 14 stiga frostum þessa daga, voða fínt að vera svona á eigin bíl en djöfull er bensín dýrt, það er alveg svívirðilegt! 

Tvær sjónvarpsstöðvar, annars vegar RÚV sem ég horfi aldrei á því þar er ekkert skemmtilegt nema einstaka auglýsingar og hins vegar sirkus sem ég horfi dulítið á og má þar nefna So you think you can dance 2.

Þannig þið sjáið að það er óþarfi að hafa áhyggjur þó ég hafi horfið úr siðmenningunni yfir í sveitasæluna. Allt í góðu og allir voða sáttir, ég og kötturinn.

Og mikið rosalega er ég fegin að peran hafi verið fundin upp....fyrir eins myrkfælna manneskju eins og mig þá er hún alger ljósgjafi! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband