gengin í barndóm!

Litla stelpan þarf að sofa sjö tíma yfir nóttina og tveggja tima lúr yfir daginn! Ef hún af einhverjum ástæðum fær ekki þennan svefn þá verður hún cranky og leiðinleg en í staðinn fyrir að öskra úr sér lungun eins og mér skilst að börn gera þá hreytir hún í fólk. Þannig elsku vinir og vandamenn þarna úti, ef það vill einhvern tímann svo leiðinlega til að ég hreyti óyrðum í ykkur eða jafnvel láta orð ykkar liggja á milli hluta þá skulu þið ekki örvænta heldur gefa mér snuð og pakka mér inní sæng!

Annars eru lífið og tilveran bara hressandi þessa dagana! Ég get loksins farið á hestbak og ekki seinna vænna þar sem sólin hefur verið í egókasti undanfarna daga og glennir sig sundur og saman alla daga! Svo get ég líka stokkið, setti þennan olnboga bara á mute og hann fær ekki tækifæri á að ibba sig neitt af ráði! Og það er svo gaman að stökkva, það er svo hressandi að fá adrenalínkikk, ég held reyndar að ég sé orðin dáldið háð því!

Móðir mín elskuleg á fimmtugsafmæli milli dagsins í dag og á morgunn! Ég veit ekki hvernig ég á að skýra þetta út fyrir ykkur en hún á ekki afmæli í dag og ekki á morgunn heldur á degi sem kemur ekki! Þetta leiðir af sér miklar geðshræringar og óvissu; "Er ég fimmtug, eða ennþá fjörtíu og níu" Ef einhver getur hjálpað okkur í gegnum þessa erfiðu tíma þá er heimilisfangið Milli 28. feb og 1. mars nr. ? og síminn er óþekktur!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fjörtíu og 9? hún er sennilega alveg 4 sinnum yngri en það meiraðsegja!! EF maður á afmæli á degi sem ekki kemur, þá á maður ekkert afmæli!!

ragnhildur (IP-tala skráð) 28.2.2006 kl. 15:05

Bæta við athugasemd

Hver er summan af þremur og sex?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband