1.12.2005 | 08:45
hér comes the blog
ok, skal viðurkenna að ég er ekki búin að vera dugleg.....búin að slugsa í tvær vikur! og það er hreni og bein leti svo ekki sé meira sagt!
Prófatími að ganga í garð, kvíðinn hefur tekið sér bólfestu í magaskoti og allskyns hugmyndir um fall og aðra skandala hafa náð að skjóta rótum í hugarskotinu! Ekkert annað að gera en að taka því með stóískri ró sem ákvað að láta sig hverfa í kringum 25. nóvember! Þeir sem orðið hafa hennar varir vinsamlegast sendið hana á mig!
Lenti í því óhappi á mánudag að misstíga mig.....mánudagur til mæðu. Ekkert alvarlegt, en ég haltra um með bólginn fót sem fer þó ört minnkandi! Verð komin á æfingu eftir viku til í slaginn!
Fékk þetta líka dýrindis gæruvesti sem ég keypti mér af ebay og það er ekki annað að segja en þetta sé tískuvesti sem sæmir hollívúddstjörnum enda er ég vart látin í friði þegar ég skelli mér í það! allt í góðu, ég kem vel fram við aðdáendur mína!
Er að fara að flytja fyrirlestur! ætla að lesa núna um súrefnisupptöku og tíðni hjartsláttar og því um líkt!
smá innskot í lífð
chiao
Breytt 16.4.2006 kl. 16:54 | Facebook
Athugasemdir
Ofur-gella!
ragnhildur (IP-tala skráð) 1.12.2005 kl. 12:13
Magnað hlakka til að sjá vestið! Hvenær kom það???
Íris píris (IP-tala skráð) 3.12.2005 kl. 16:54
fyrir viku og það er svo úberflott að ég tími varla að nota það
inam (IP-tala skráð) 3.12.2005 kl. 21:36
Ansi merkilegur dagur í dag!!
Íris (IP-tala skráð) 13.12.2005 kl. 10:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning