21.11.2005 | 23:32
lönglöng færsla
7 hlutir sem ég ætla að gera áður en ég dey! 1. Ferðast, ferðast og ferðast 2. Vinna með stelpunum sem ég er að æfa með núna 3. Fara í fallhlífastökk 4. Fá mér sjéffer 5. Læra að elda 6. Manolo Blahnik, ragga I so agree 7. Velta mér í dögginni á jónsmessunótt 7 hlutir sem ég get gert 1. Farið úr brjóstahaldara undir fötunum
2. Eytt peningum 3. Gert skemmtileg stökk í fimleikunum 5. Snert nefið með tungunni 6. Talað ensku með indverskum hreim 7. Logið fólk alveg stútfullt 7 hlutir sem ég get ekki gert 1. Farið í spíkat 2. Eins og raggan, sparað pening! 3. Búið til mat 4. Rökrætt 5. Tekið fólk alvarlega sem er smámælt eða gormælt 6. Get ekki ekki borað í nefið 7. Drukkið viskí 7 hlutir sem heilla mig við hitt kynið 1. Handleggir 2. Er sukker fyrir good abs 3. Húmor 4. Hár sem hægt er að rífa í..... 5. Metnaður 6. Smá harka 7. Og á móti hörku.....smá nörd 7 hlutir sem ég segi oftast 1. Djöfull 2. For helvede 3. Glæst eða glæsilegt 4. Fokkshit 5. Neeeeei 6. Hreinlega 7. æ, fyrirgefðu 7 frægir af hinu kyninu sem heilla mig 1. Orlando Bloom (drooool) 2. Jude Law 3. Jared Leto 4. Adrian Brody 5. Beck 6. Gaurinn í lost, þessi dökki 7. John Galliano, þó hann sé gay! Vá, þetta var erfitt en hafðist að lokum! Helgin.....þetta var hugsanlega skemmtilegasta helgi sem ég hef upplifað í langan tíma! Föstudagurinn var þrunginn svona kvíðaspennu, tvær meiddar í liðinu og við þurftum að læra nýtt munstur í dansinum daginn fyrir mót! Laugardagurinn rann upp, ekkert voðalega bjartur né fagur....ég skundaði til írisar þar sem ég málaði mig í fyrsta skipti fyrir hádegi! Skellti mér í spandex og svo var haldið á mótstað! Spenna og smá kvíði....mótið byrjaði og við náðum að stökkva klúðurstrambólin ársins! létum það ekki hafa áhrif á okkur, masteruðum dansinn með hæstu einkunn dagsins og dýnan....vá dýnana var mögnuð! Stúlkurnar pinnuðu hvert einasta stökk og ég fékk pissusting af gleði! Eins og við bjuggumst við enduðum við í þriðja sæti af þremur liðum.....en svo kom á daginn að elskuleg gróttan sem var kölluð í fyrsta sæti féll niður í það þriðja og við enduðum í öðru! Dómarar landsins eiga greinilega í einhverjum vandræðum með samlagningu! Og svo var komið að partýinu.....svei mér þá! Þvílíkt fyllerý á fimleikastúlkunum.....ekki að ég hafi verið mikið skárri! Dansandi flashdance með meiru sem ekki verður talið upp hér! myndir gætu hugsanlega ratað á síðuna.....Svo var haldi í bæinn eftir át og ótæpilega áfengisdrykkju, ég gerði uppreisn og í staðinn fyrir að fara með píunum á sólon að dansa ákvað ég að skunda á sirkus.....ekki veit ég afhverju en ég held ég hafi ætlað að hitta hans orra sem ég vissi ekkert hvort væri á sirkus eða ekki! hitti í staðinn buzby en viðveran á sirkus var ekki löng þar sem mín var orðin þreytt og ákaflega völt! Á Bergstaðastræti beið mín maður og nýr sófi! Afskaplega kósí að koma þangað! Sofnaði svo afskaplega vært í nýjum sófanum og vaknaði eldhress miðað við margar! Takk stelpur fyrir laugardaginn, þetta var brakandi snilld í alla staði og án ef að þetta er eitthvað sem verður endurtekið sem fyrst!
![0](http://www.blog.central.is/fortid//themes/default/smileys/icon_wink.gif)
Breytt 16.4.2006 kl. 16:54 | Facebook
Athugasemdir
Þetta var frábært...þrátt fyrir belginn og biðuna! Til hamingju með annað sætið....fórstu á djammið í spandexinu? Það er nú eitthvað sem maður verður að gera áður en maður deyr :)
ragnhildur (IP-tala skráð) 22.11.2005 kl. 09:28
heyr,heyr, og djöfull hlakka ég til, eina sem verður örðuvísi er að þá vinnum við mótið. funfunfun
sólveig (IP-tala skráð) 24.11.2005 kl. 11:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning