20.11.2006 | 12:37
Óhugnanlega lífsreynsla
Ég var í near death experiance (með smá ýkjum) á laugardagskvöldið. Eftir að hafa setið með nokkrum fimleikastúlkum ákvað ég að tími væri komin að kíkja á skemmtistaðar bæjarins. Þrátt fyrir mikinn snjó og meira að koma arkaði ég af stað í skautaskóm. Allt í einu skall á hríð og það var ekki viðlit að sjá lengra en nef sér. Í kjölfar hríðarinnar fór mér að skrika fótur oftar en eðlilegt getur talist og ég held bara að ég hafi sett nýtt met í dettelsi. Í eitt skiptið datt ég beint á fésið og skarta nú einu glæsilegasta glóðurauga sem sögur fara af. Mesta mildi að ég hafi ekki rotast og orðið bara hreinlega úti. Í staðinn reyndi ég að komast blindandi á áfangastað og var bjargað af góðhjörtuðum samborgara, rennandi blaut og ískalt. Hann kom mér á áfangastað þar sem ég hitti gott fólk í góðum gír.
Kvöldið endaði sumsé vel þrátt fyrir ófarir fyrr um kvöldið. Það er þó hálf skondið að líta í spegil og mæta regnboganum í allri sinni mynd.....í andlitinu á mér.
Athugasemdir
Hey sumó um næstu helgi?
hans (IP-tala skráð) 20.11.2006 kl. 13:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.