í taumi

ég þóttist vera lebanese princess um helgina, fólki var alveg sama og ég fékk ekki að fara framfyrir þrátt fyrir lífvörð og fylgdarlið! komst líka að því að ég er í taumi og sé hann leystur af mér má ég búast við miklum skömmum og óhróðri! Honum hefur endanlega verið sleppt núna og samkvæmt öllu leik ég nú lausum hala....enginn taumur sem stoppar mig þar!

Svo sem allt í lagi að vera í taum en þegar það er hert að eru meiri líkur á að maður streitist á móti.....þangað til hann jafnvel slitnar!

Allavega, taumlaus kona er betra en kona sem er látinn húka fyrir utan bundin í staur meðan eigandinn sinnir sínum brýnu viðskiptum hver  svo sem þau nú eru!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góð :)

ragnhildur (IP-tala skráð) 8.11.2005 kl. 09:40

2 identicon

já það er nú held ég best að halda sem mest í manns eigin taum - ekkert gott að láta neinn taka hann of föstum tökum !! við erum samt ekkert að sleppa fram af okkur beislinu er það ?
;) hahahahah

Anna Rúna (IP-tala skráð) 8.11.2005 kl. 23:50

3 identicon

nei, aldrei sleppi ég fram af mér beislinu, ussuss! að þú skulir koma solleiðis að ...

inam (IP-tala skráð) 9.11.2005 kl. 17:59

4 identicon

við erum nú ekki að tala um að renna beislinu fram af, elskan.....bara aðeins slaka á taumnum!

inam (IP-tala skráð) 10.11.2005 kl. 14:19

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sex og fjórtán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband