kaffi

jæja, enn annar mándagur, enn önnur vikan framundan og svo helgi og svo aftur mánudagur og svo aftur vikan og svo aftur helgi og svo framvegis.







ég elska kaffi, ég er svo glöð að drekka kaffi! Það var gífurlega góð ákvörðun hjá mér að byrja að drekka kaffi! En með endurtekinni kaffidrykkju hef ég orðið vandlátari á kaffið mitt og verð hreinlega hneyksluð ef mér er boðið upp á instant kaffi eða venjulega uppáhellt kaffi. Fyrir míg er ekkert minni en tvöfaldur kaffi latte, espresso eða kappari. Ég vil því biðja góða vini mína að fjárfesta í almennilegri kaffivél til þess að særa ekki hneykslunarkennd mína!


Svona vil ég hafa kaffið og hjarta
Þetta er kaffibolli að mínu skapi! Og svona hjarta líka og þá fyllist ég kærleik og hver veit nema ég skelli einum blautum á ykkur!





« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ji, maður verður víst að fara að herða sig...ef þú kemur í heimsókn til mín þá er amk boðið upp á nýmalað kenýskt kaffi, virkar það?

ragnhildur (IP-tala skráð) 6.3.2006 kl. 15:27

2 identicon

ragnhidlur mín! það er fínt.....ef það er gott

inam (IP-tala skráð) 6.3.2006 kl. 16:12

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sjö og þremur?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband